Tónskólinn Do Re Mi Tónlistarskóli

Tónskólinn Do Re Mi hóf starfsemi sína haustið 1994. Stofnendur skólans eru Ágota Joó, Ingibjörg Ásta Hafstein og Vilberg Viggósson. Skólinn starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla frá árinu 1985.

Skólastjóri er Vilberg Viggósson og aðstoðarskólastjóri er Rúnar Þórisson.

Kennt er eftir námskrám útgefnum af Menntamálaráðuneytinu. Rekstrargrundvöllur skólans byggir á styrk frá Reykjavíkurborg, skólagjöldum og frjálsum framlögum. Skólinn er í Samtökum tónlistarskóla í Reykjavík (S.T.Í.R.) og Samtökum tónlistarskólastjóra (S.T.S).

Af vef Tónskólans Do Re Mi.

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.08.2018