Hagakirkja Kirkja

<p>Úr safnaðarfundargerðum Hagakirkju: </p> <p>Safnaðarfundargerð 1896. ... Að fá fastan forsaungvara í Hagakirkju til næsta safnaðarfundur og gáfu þeir Einar Guðmundsson á Haukabergi og Jónas Fr. Bjarnason í Haga kost á sjer til að vera fyrir saungnum. Einar Guðmundsson áskilur sjer sömu laun og í fyrra fyrir forsönginn. Samþykkt var að launa Jónas með sömu launum fyrir þær messur sem hann er fyrir söngnum....</p> <p>Safnaðarfndur 1897. Kirkjusöngur: Prestur óskaði aðstoðar söngfróðra manna í söfnuðinum, svo að messugjörðum yrði sem optast kmið á, og veik í fyrstum einkum máli sínu til þeirra Einars Guðmundssoar í Haukabergi og Jónasar Fr. Bjarnasonar í Haga, er báðir höfðu haft söngstjórnina á hendi frá síðasta safnaðarfundi. En kringumstæðna sinna vegna tjáðust þeir ekki getað tekið hana að sjer fyrr komandi tíma. Varð það þá loks úr að Þórarinn A. Fjelsteð í Tungmúla gjörði kost á því að vera fyrir söngnum eptir föngum eins árstíma og kvast hann skyldu gjöra það án sjerstakrar þóknunar.</p> <p>Safnaðarfundur 1900. Kirkjusöngur: til þess að halda uppi söng í kirkjunnu framvegis voru allir á eitt sáttir með að fá Guðmund Guðmundsson bónda á Hamri, í Brjánslækjarsókn, gegn 1 kr. þóknun fyrr hverja ferð hans í þeim erindum. Hafði hann haft þetta starf á hendi síðastliðinn vetur allt frá því er kirkjan var vígð 12. nóv og var lokið sérstlega loforði á, hve alúðlega hann hafði rækt það, svo að um þann tíma höfðu engin messuföll orðið, nema 2, er prestur boðaði fyrirfram vegna forfalla sinna.</p> <p>Safnaðarfundur 1901. Kirkjusöngur. Eptir ósk sóknarprests var endurnýjuð ákvöðum að undanförnu sú, að samið verði til einhvern sjerstakan mann um að vera forsöngvari í kirkjunni og greiðst honum 1 kr. fyrir hverja messu sem hann byrjar, og sama endurgjald greiðist hverjum sem byrjar í kirkjunni.</p> <p>Safnaðarfundur 1902. Kirkjusöngur. Var sú ákvörðun gerð að leitast fyrir við hverja messugjörð um forsöngvara en sjerstakl. vænst trausta Þórarins A Fjelsted í Tungumúla í því efni.</p> <p>Safnaðarfundur 1903. Kirkjusöngur: Fundarmenn létu í ljósi þakklæti við Þórarinn Fjelsted í Tungumúla er verið hafði fyrir kirkjusöng síðastliðin misseri og ræktað það starf einkar vel. .....</p> <p>Safnaðarfundur 1904. Kirkjusöngur. Þórainn Feldsted í Tungumúla tók að sér að sjá um kirkjusönginn framvegis. </p> <p>Safnaðarfundur 1906. Kirkjsöngur. Búist var við að Þórarin í Tungumúa hafi það starf framvegis. <p>Safnaðarfundur 1907. Kirkjusöngur. Þórarinn í Tungumúla tók að sjer fyrir ítrekuð tilmæli að vera fyrir söngum eins og að undanförnum...</p> Visitasía 1902: Hin veglega kirkja er hér var reist 1892 og lýst hefur verið hér við visitasíu 1896, fauk í ofviðri af vestri laugardainn 20. nóv. 1897. Árið 1899 var hún endurbyggð úr timbri og í viðlíku formi og áður og vígð af sóknarpresti safnaðarins, séra Bjarna Símonarsyn 12. nóv f.á. </p> <p>Profastsvisitasia 1906 .... Kirkjan sjálf má heita, eins og áður hefur nánar verið tekið fram, í ágætu ástandi. Áhöld skortir hana ekki nema helst söngtöflu – og einkum og sér í lagi harmonium, sem nauðsynlegt álist, einkum þar sem þetta guðshús er svo vandað og veglegt að öllu öðru leyti. Verður um þetta efni leitað atkvæða kirkjueigandans og umboðsmanns hans. </p>

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl

Altari Mynd/jpg
Hagakirkja Mynd/jpg
Hagakirkja Mynd/jpg
Hagakirkja Mynd/jpg
Hagakirkja Mynd/jpg
Hagakirkja Mynd/jpg
Hagakirkja Myndband/mov
Kertastjaki Mynd/jpg
Ljósakróna Mynd/jpg
Minningarskjal Mynd/jpg
Minningarskjöldur Mynd/jpg
Minningarskjöldur Mynd/jpg
Númeratafla Mynd/jpg
Prédikunarstóll Mynd/jpg
Prédikunarstóll Mynd/jpg
Skírnarfontur Mynd/jpg
Skírnarfontur Mynd/jpg
Séð fram kirkju Mynd/jpg
Séð fram kirkju, hægri hlið Mynd/jpg
Séð fram kirkju, vinstri hlið Mynd/jpg
Séð inn kirkju Mynd/jpg
Séð inn kirkju úr lofti Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.05.2015