Hruni Heimilisfang

<p>Kirkjustaður og prestssetur, og er kirkjunnar fyrst getið 1193. Síðan hefur hér kirkja staðið, og hafa 35 prestar setið staðinn. Nokkur hluti landsins er lágir ásar og hæðardrög með valllendisgróðri. Ágætt beitiland, bæði vetur og sumar. Annar hluti landsins er flatlendi og að hluta votlendi. &nbsp;- Hrunavöllur -. - Þar er vetrarbeit góð, einkum fyrir hross, og talið snjólétt. Gnægð er af þurru og auðunnu ræktunarlandi. Engjar voru þýfðar og blautar í vætutíð, víðlendar, en ekki að sama skapi grasgefnar. Volg laug er í Áslandi, köllu Hrunalaug frá fornu fari. Á Hruni helming laugarinnar á móti Ási. Veiðiréttur er í Litlu-Laxá. Bærinn stendur sunnan undir allhárri brekku og eru klettar efst. Þar er Hrunakallinn, horfir móti morgunsól og heldur vörð um staðinn.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 235. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Skjöl

Hrunakallinn Mynd/jpg
Hrunakallinn Mynd/jpg
Hrunakirkja Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg
Hruni Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.09.2015