Foldaskóli Grunnskóli

<p>Skólinn tók til starfa haustið 1985 en byggingarframkvæmdum lauk 1991. Skólinn var dæmigerður „frumbyggja” skóli í nýju hverfi. Farið var af stað í hálfkláruðu húsnæði þar sem öllu ægði saman, iðnaðarmönnum, tækjum og tólum, kennurum og nemendum. Nemendum fjölgaði hratt og urðu flestir árið 1990 þegar nemendafjöldi fór rétt yfir 1.200 og þá að meðtöldu útibúi í Hamrahverfi. Síðan hefur nemendum fækkað jafnt og þétt eftir því sem hverfið hefur elst. Skólaárið 2012-2013 var Foldaskóli gerður að safnskóla fyrir unglinga í Hamra-Húsa og Foldahverfi. Við sama tækifæri fluttist sérdeild fyrir einhverfa úr Harmraskóla í Foldaskóla. Skólaárið 2012-2013 eru nemendur um 500 talsins...</p> <p>... Samstarf um tónlistarkennslu er við Tónlistarskólann í Grafarvogi og Tónskóla Hörpunnar. Kennsla getur farið fram í skólanum á skólatíma í samvinnu við foreldra, nemendur og kennara. Skólahljómsveit Grafarvogs annast hljóðfærakennslu í skólanum en hefur aðsetur í Húsaskóla...</p> <p align="right">Sjá nánar á vef Foldaskóla.</p>

Hópar

Skólahljómsveit Grafarvogs 1993

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Tónlistarkennari, 1993-
Ragnar Gíslason Skólastjóri, 1992-2002

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.06.2016