Tónheimar Tónlistarskóli

<p>Tónheimar voru stofnaðir árið 2001 af skólastjóranum Ástvaldi Traustasyni. Hann rekur skólann í dag ásamt Gyðu Dröfn Tryggvadóttur, sem er framkvæmdastjóri skólans og sér um daglegan rekstur.</p> <p>Kennt er eftir bókstafshljómum og inn í námið blandast tón-og hljómfræði. Nemendum er skipt niður í hópa eftir aldri, getu og áhugasviði. Fjórir nemendur eru saman í tíma. Hver nemandi hefur eigið rafmagnspíanó til afnota. Bæði kennari og nemendur hafa síðan heyrnartól og getur kennarinn hlustað og talað við hvern nemanda fyrir sig.</p> Reynslan sýnir að nemendur sem læra í hóp ná jafnvel betri árangri en þeir sem læra á hefðbundinn hátt. Nemandi fær jákvæða hvatningu frá hinum í hópnum.</p> <p>Tónheimar hafa þá sérstöðu að kenna rytmíska tónlist eftir eyranu. Námið er hagnýtt og hentar fólki á öllum aldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Yngstu nemendur Tónheima eru 6 ára og þeir elstu komnir yfir áttrætt. Nemendum er skipt niður í litla hópa eftir aldri, getu og áhugasviði.</p> <p>Tónheimar er framsækinn tónlistarskóli sem hefur það markmið að gera tónlistarnám aðgengilegt fyrir sem flesta. Skólinn hefur sérstöðu meðal tónlistarskólanna og þjónar þeim sem vilja stunda rytmískt tónlistarnám.</p> <p align="right">Sjá nánar á vef Tónheima.</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Ástvaldur Traustason Skólastjóri, 2001-

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.01.2015