Kennaraskóli Íslands Framhaldsskóli

<p>Kennaraskóli Íslands tók til starfa haustið 1908. Þar var þriggja ára nám frá 1. október til 31. mars ár hvert. Kennslugreinar voru íslenska, danska, saga, landafræði, náttúrufræði, reikningur, rúmfræði, skrift, teikning, handavinna, leikfimi, söngur, kristinfræði, uppeldis- og kennslufræði og kennsluæfingar. Við skólann voru skipaðir 3 fastir kennarar. Kennarar skólans áttu auk grunnnámsins að hafa á hendi framhaldskennslunámskeið fyrir lýðskólakennara. Skólatíminn var svo lengdur í 7 mánuði árið 1924 og enska tekin upp sem námsgrein. Með lögum frá 14. apríl 1943 varð kennaranám fjórir vetur í stað þriggja áður og með lögum um kennaranám frá 14. apríl 1947 var skólatíminn lengdur í 8 mánuði og mælt fyrir um að stofnaður yrði æfingaskóli. Árið 1963 voru samþykkt lög sem heimiluðu starfrækslu sex deilda við kennaraskólann: almennrar kennaradeildar, stúdentadeildar, menntadeildar, framhaldsdeildar, undirbúningsdeildar sérnáms og handavinnudeildar. Kennaraskólinn starfaði fyrst við Laufásveg en framkvæmdir hófust 1958 við skólahús í Stakkahlíð og árið 1962 hófst bókleg kennsla í 1. áfanga nýbyggingar. Um langt skeið var kennsla í verklegum greinum áfram í gamla skólahúsinu við Laufásveg.</p> <p>Kennaraskólanum var breytt í Kennaraháskóla Íslands árið 1971 og náminu breytt í þriggja ára háskólanám þar sem inntökuskilyrði voru stúdentspróf eða sambærilegt próf. Bókavörður var fastráðinn að bókasafni Kennaraháskólans árið 1979.</p> <p align="right">Wikipedia.is (6. mars. 2015)</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.04.2021