Þingeyraklausturskirkja Kirkja
<h4>Þingeyrarklausturskirkja</h4>
<p>Þingeyrakirkja er ein elstasteinkirkja á Íslandi byggð á árunum1864-1877, vígð 9.sept. 1877. Ásgeir Einarsson kom að Þingeyrum 1860 var bóndi þar, alþingismaður og kirkjuhaldari. Hann lét menn sína veturinn 1864 flytja grjót til byggingar kirkjunnar á uxasleðum yfr ís á Hópinu 8 km. langaleið og frá hópinu að byggingarsvæðinu á hestakerrum 700 faðma leið. Veggir kirkjunnar eru 95 sm. Þykkir með 10 fíngerðum járngluggum með 100 rúðum hver. Grjótið var höggvið og fest saman með innfluttu kalki. Kirkjan heldur enn upphaflegri gerð, gólfborðum, bekkjum og öðru útliti. </p>
<p>
Þingeyrar í Húnaþingi er sögufrægur staður getið í fornsögum. Búseta hófst þar 1121 þá var fyrst byggð kirkja á Þingeyrum og hefur verið þar síðan. Fyrsta munkaklaustur á Íslandi í kathólskum stíl var þar frá 1133-1550 að siðaskipti urðu á Íslandi og klaustur þá lagt af. Klaustrið var eitt mesta fræðasetur á Íslandi. Mikil ritverk voru unnin þar. Þau eru varðveitt á söfnum, þau geyma mikinn fróðleik langt aftur um aldir. Þar má nefna Karl ábóta Jónsson sem samdi sögu Sverris konungs Sigurðssonar og munkana Gunnlaug Leifsson og Odd Snorrason. Gunnlaugur ritaði Jónssögu helga og Ólafssögu Tryggvasonar. Mörg önnur rit tengja menn klaustrinu og meðal anars ritaði Arngrímur Brandsson fyrrum ábóti Þingeyraklausturs sögu Guðmundar biskups góða.</p>
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
harmonium | 1923 | Ekki skráð |
pipuogel | 0 | 0 |
Fólk
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.01.2019