Gítarskóli Íslands Tónlistarskóli

<p>Gítarskóli Íslands hefur starfað frá júni 1993 og hafa námskeið skólans notið mikilla vinsælda og nemendum fjölgað jafnt og þétt. Kennt er á kassagítar og rafgítar, rafbassa og kontrabassa. Kennsla fer fram í einkatímum og hóptímum og miðast við áhuga og getu hvers og eins nemanda. Við Gítarskóla Íslands starfa fjölmargir hæfir og vel menntaðir kennarar sem leggja metnað í það að nemendur fái kennslu sem hæfir áhugasviði og getustigi hvers og eins, með góðan árangur og framfarir allra að markmiði.</p> <p>Í skólanum er boðið upp á námskeið á haustönn (sept.- des.) í 12 vikur og einnig á vorönn (jan.- maí) í 12 vikur. Í júnímánuði hafa verið haldin “crash course” námskeið i 4 vikur þar sem eru 2 kennslustundir i viku.</p> <p align="right">Af vefsíðu Gítarskóla Íslands (17. janúar 2015).</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Tryggvi Hübner Skólastjóri, 1993-

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 7.12.2017