Listaháskóli Íslands

<p>Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun. Á stofnfundi 21.sept. 1998 var skólanum sett skipulagsskrá sem var undirrituð af fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og menntamálaráðherra. Dómsmálaráðherra staðfesti skipulagsskrána 29. sept. sama ár. Samkvæmt skipulagsskrá er hlutverk Listaháskólans að sinna æðri menntun á sviði listgreina. Skólinn skal jafnframt vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um listir og menningu til almennings.</p> <p>Þann 24. mars 1999 undirrituðu skólinn og menntamálaráðherra yfirlýsingu sem fól í sér hvernig staðið yrði að uppbyggingu menntunarinnar.</p> <p>Listaháskólinn fékk starfsleyfi 10.júní 1999 og hóf þá um haustið starfsemi sína með rekstri myndlistardeildar.</p> <p>Uppbygging Listaháskólans hefur verið hröð síðan rekstur hans hófst 1999. Í samræmi við yfirlýsinguna frá 24. mars 1999 hóf skólinn kennslu í leiklist haustið 2000 og í tónlist 2001. Skólinn hóf síðan rekstur sjálfstæðrar hönnunardeildar 2001 og ári síðar var tekið upp nám í arkitektúr, vöruhönnun og fatahönnun.</p> <p>Námi í kennslufræðum fyrir listafólk var skipaður sjálfstæður sess innan skólans frá og með haustinu 2001 og kennsla á meistarastigi hófst 2009.</p> <p>Nýjar brautir innan leiklistardeildar tóku til starfa haustið 2005, þ.e. eins árs dansnám í samvinnu við Íslenska dansflokkinn og þriggja ára nám í samtíma leiklistarstarfsemi sem kallast „fræði og framkvæmd.“ Námsbraut í samtímadansi var stofnuð innan leiklistardeildarinnar 2007. Nafni deildarinnar var breytt í sviðslistadeild haustið 2014 og nafni námsbrautarinnar „fræði og framkvæmd“ var breytt í sviðshöfundabraut.</p> <p>Innan tónlistardeildarinnar var hafin kennsla á tveimur nýjum námsbrautum 2008, Námsbraut í kirkjutónlist til bakkalárprófs og námsbraut í tónsmíðum á meistarastigi. Ári síðar tók til starfa ný braut á meistarastigi innan deildarinnar, Sköpun miðlun og frumkvöðlastarf sem er samevrópskt nám fimm tónlistarháskóla í Evrópu (NAIP). Haustið 2012 tóku til starfa tvær nýjar námsbrautir á meistarastigi, MA í hönnu og MA í myndlist. Nám á söng- og hljóðfærakennarabraut hófst haustið 2013.</p> <p>Samfara uppbyggingu deilda hafa stoðsviðin þróast hvert með sínum hætti, þ.m.t. bókasafn og upplýsingaþjónusta fyrir allar listgreinar og tölvu- og netþjónusta. Rannsóknaþjónusta var stofnuð við skólann árið 2007.</p> <p align="right">Sjá nánar <a href="http://lhi.is/skolinn/">á vef skólans</a></p>

Fólk

Færslur: 80

Nafn Tengsl
Háskólanemi, -2016
Alexandra Baldursdóttir Háskólanemi
Anna Þorvaldsdóttir Háskólanemi, 2001-2004
Arngunnur Árnadóttir Háskólanemi
Auður Gunnarsdóttir Háskólanemi
Auður Hafsteinsdóttir Tónlistarkennari
Ásbjörg Jónsdóttir Háskólanemi, -2018
Baldvin Ingvar Tryggvason , 2011-2013
Bára Gísladóttir Háskólanemi, -2013
Bergþóra Einarsdóttir Háskólanemi
Birna Hallgrímsdóttir Háskólanemi, -2006
Bjarni Frímann Bjarnason Háskólanemi, -2009
Bryndís Ásmundsdóttir Háskólanemi, 2003-
Daníel Helgason Háskólanemi
Diljá Sigursveinsdóttir Háskólanemi
Erna Vala Arnardóttir Háskólanemi, 2013-
Georg Kári Hilmarsson Háskólanemi, -2013
Gísli Magnússon Tónlistarnemandi, 2010-2013
Grímur Helgason Háskólanemi, 2004-2007
Guðbjartur Hákonarson Háskólanemi
Guðmundur Steinn Gunnarsson Háskólanemi
Guðrún Árný Karlsdóttir Háskólanemi
Gunnar Ben Kennari
Gunnar Karel Másson Háskólanemi, 2007-2010
Gunnar Kvaran Sellókennari
Gunnhildur Daðadóttir Háskólanemi, -2006
Gylfi Guðjohnsen Háskólanemi, 2014-2017
Gylfi Sigurðsson Háskólanemi
Hafsteinn Þórólfsson , -2011
Harpa Ósk Björnsdóttir Háskólanemi, 2018-
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir Háskólanemi, 2015-
Helga Bryndís Magnúsdóttir Píanókennari
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir Háskólanemi, -2010
Helga Ragnarsdóttir Háskólanemi
Helga Þóra Björgvinsdóttir Háskólanemi, -2004
Helgi Björnsson Háskólanemi
Helgi R. Ingvarsson Háskólanemi
Herdís Anna Jónasdóttir Háskólanemi, -2006
Hildigunnur Einarsdóttir Háskólanemi
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir Háskólanemi
Hreiðar Ingi Þorsteinsson Háskólanemi, 2004-2007
Hulda Jónsdóttir Háskólanemi, 2006-2009
Inga Magnes Weisshappel Háskólanemi, -2018
Ingibjörg Friðriksdóttir Háskólanemi, 2010-2013
Ingibjörgu Eyþórsdóttur Kennari
Háskólanemi
Ingrid Karlsdóttir Háskólanemi, -2004
Ingunn Huld Sævarsdóttir Háskólanemi
Jóhann Ómarsson Háskólanemi
Jónas Ásgeir Ásgeirsson Háskólanemi
Katrína Mogensen Háskólanemi
Katrín Halldóra Sigurðardóttir Háskólanemi, -2015
Kjartan Sveinsson Háskólanemi, -2007
Kristinn Roach Gunnarsson Háskólanemi
Kristín Valsdóttir Háskólakennari
Laufey Sigrún Haraldsdóttir Háskólanemi
Lilja Dögg Gunnarsdóttir Háskólanemi
Lilja María Ásmundsdóttir Háskólanemi, 2013-
Margrét Kristín Blöndal Háskólanemi, -2012
María Huld Markan Sigfúsdóttir Háskólanemi, -2007
Matthildur Anna Gísladóttir Háskólanemi, 2004-2007
Ólafur Björn Ólafsson Háskólanemi
Sigríður Hjördís Indriðadóttir Háskólanemi
Sigurður Ingi Einarsson Háskólanemi
Soffía Björg Óðinsdóttir Háskólanemi, 2011-2014
Sólborg Valdimarsdóttir Háskólanemi, -2009
Sólrún Sumarliðadóttir Háskólanemi
Steinar Logi Helgason Háskólanemi, 2013-2016
Steiney Sigurðardóttir Háskólanemi, 2013-
Sunna Rán Stefánsdóttir Háskólanemi, 2012-2015
Tryggvi M. Baldvinsson Tónlistarkennari
Vilborg Ása Dýradóttir Háskólanemi, -2011
Þorkell Sigurbjörnsson Tónlistarkennari
Þóra Gísladóttir Háskólanemi, 2012-2014
Þórdís Gerður Jónsdóttir Háskólanemi, 2014-2017
Þórður Jörundsson Háskólanemi
Þórunn Gréta Sigurðardóttir Háskólanemi, -2011
Þráinn Hjálmarsson Háskólanemi, -2009
Þuríður Blær Jóhannsdóttir Háskólanemi
Örn Eldjárn Kristjánsson Háskólanemi, 2007-2010
Örnólfur Eldon Háskólanemi, 2012-2015

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.04.2021