<p>Fyrst var farið að nota orgel í Klausturhólakirkju árið 1903 eða 1904. Soffía Skúladóttir á Kiðjabergi átti hljóðfærið og lánaði það kirkjunni. Var það notað í 5-6 ár, en þá keypti söfnuðurinn orgel handa kirkjunni, og gekkst sóknarnefndin fyrir þeim kaupum. Það orgel var notað í kirkjunni þar til hún var lögð niður árið 1932.</p><p>Fyrsti organisti Klausturhólakirkju var Soffía á Kiðjabergi, en áður hafðu hún verið forsöngvari í kirkjunni. Gegndi hún organistastarfinu til 1911, er Guðrún dóttir hennar tók við því og gegndi því til 1915. Árið 1915-1932 annaðist organistastarfið Guðlaugur Þórðarson bóndi í Vatnesi, síðar í Tryggvaskála. Af honum tók við Magnús Eyjólfsson bóndi á Þóroddsstöðum, og hafði hann starfið á hendi óslitið þangað til kirkjan var lögð niður sem fyrr var á minnzt.</p>
Orgel
Fólk
Skjöl
Tengd hljóðrit
Tengt efni á öðrum vefjum