Keflavíkurkirkja Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Keflav%C3%ADkurkirkja&filter=1023&typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p> <p>Kirkjan var reist árið 1914. Sóknarpresturinn sr. Kristinn Daníelsson prófastur á Útskálum vígði Keflavíkurkirkju 14. febrúar 1915. Í prófastsvísitasíu sr. Hálfdáns Helagsonar á Mosfelli 19. nóv 1944 segir fá endurbótum á kirkjunni. Hún hafi verið múrhúðuð að utan, skreytt með kvarsi og hrafntinnu, þakrennur og niðurföll verið endurnýjað. Steyptir nýjir gluggar í suðurhlið og allir gluggar í forkirkju endurnýjaðir. Ýmislegt annað er tínt til málun á þaki, lagfæring glugga að innan og áætlanir um málun hennar að innan og dúklagning gólfs. júní 1965 að lagðar voru fyrir sóknarnefnd endanlegar teikningar Ragnars Emilssonar arkitekts. Síðasta athöfn fyrir breytingar fór fram 4. júní 1966. Byggður var nýr kór og skrúðhús til hliðar við hann að norðan en geymsla að sunnan. Er kjallari undir allri viðbyggingunni. Söngloftið var rifið burt og nýja söngloftið gert eins stór og framast er kostur vegna gluttaskipunar, bogadregið að framan og steinsteypt. Þá var byggt upp í vikin við turninn. Andyrið var klætt með eikarþiljum og einnig neðri hluti veggjanna inni í kirkjunni. Gólf var endurnýjað. Ólafur Lárusson og fjölskylda gáfu nýjan predikunarstól og smíðaðar voru nýjar grátur. Þá komu einnig í kirkjuna nýir bólstraðir kirkjubekkir sem gefnir voru af systrafélaginu. Lýsingunni var gerbreytt. Sett var upp tvöföld röð af ljósakrónum fjórar í hvorri röð. Þá var við endurvígsluna tekið í notkun nýtt 16 radda pípuorgel. Á pálmasunnudag 19. mars 1967 var Keflavíkurkirkja endurvígð eftir stækkun og gagngerar endurbætur. </p> <p>Steindu gluggarnir komu í kirkjuna árið 1977. Gömlu ljósakrónurnar voru settar upp að nýju fyrir jólin 1974 eftir endurnýjun rafbúnaðar þeirra. Veggljós voru endurnýjuð og 3 nýjar ljósakrónur settar upp á sönglofti. Kirkjan var máluð að utan og þak og rennur lagað árið 1975. Á jólum 1984 var Keflavíkurkirkja flóðlýst.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1967 Ekki skráð

Fólk

Færslur: 6

Nafn Tengsl
Björn Jónsson Prestur, 22.07. 1952-1974
Friðrik Þorsteinsson Organisti, 1918-1964
Geir Þórarinsson Organisti, 1964-1977
Jón Laxdal Organisti
Ólafur Oddur Jónsson Prestur, 03.04. 1975-2005
Ólafur Skúlason Prestur, 01.10. 1959-1960

Skjöl

Altari Mynd/jpg
Altaristafla Mynd/jpg
Gluggar Mynd/jpg
Gluggar Mynd/jpg
Gluggar Mynd/jpg
Gluggar Mynd/jpg
Keflavíkurkirkja Mynd/jpg
Keflavíkurkirkja Mynd/jpg
Keflavíkurkirkja Mynd/jpg
Keflavíkurkirkja Myndband/mov
Kross Mynd/jpg
Skírnarfontur og stólar Mynd/jpg
Stólar Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Uppfært 8.07.2015