Mýrakirkja Kirkja
<p>Kirkjur stóðu fyrrum inni í kirkjugarðinum en kirkjan sem nú stendur var vígð 18. júlí 1897. Yfirsmiður hennar var Friðrik Bjarnason, bóndi á Mýrum. Guðný guðmundsdóttir á Mýrum stóð fyrir byggingunni og varð byggingarkostnaður samtals 3 818 kr., þar af var gjafafé 700 kr. Kirkjan er byggð úr timbri sem kom tilhöggvið í hana frá Noregi. </p>
<p>
Mýrarkirkja var bændakirkja þar til hún var afhent Mýrakirkjusöfnuði 31. desember 1907. Hún var endurbætt á árunum 1952-1953 og endurvígð 31. mars 1953. Endurbætur fóru einnig fram í tilefni af 100 ára afmæli hennar 1997.
Prestar í Dýrafjarðarþingum sátu gjarnan á Mýrum fram yfir aldamótin 1800 en eftir það á ýmsum bæjum í hreppnum. Einn af síðustu prestum sem sátu á Mýrum var séra Jón Ásgeirsson, faðir Þórdísar. móður Jóns Sigurðssonar forseta. Hún fæddist á Mýrum árið 1772.</p>
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
harmonium | Ekki skráð | Ekki skráð |
Fólk
Skjöl
![]() |
Altari | Mynd/jpg |
![]() |
Altaristafla | Mynd/jpg |
![]() |
Altaristafla | Mynd/jpg |
![]() |
Kamina | Mynd/jpg |
![]() |
Kertastjakar | Mynd/jpg |
![]() |
Kertastjaki | Mynd/jpg |
![]() |
Kirkjugarður | Mynd/jpg |
![]() |
Kross | Mynd/jpg |
![]() |
Ljósakróna | Mynd/jpg |
![]() |
Ljósakúpull | Mynd/jpg |
![]() |
Ljósakúpull | Mynd/jpg |
![]() |
Mýrakirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Mýrakirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Mýrakirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Mýrakirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Mýrakirkja | Mynd/jpg |
Mýrakirkja | Myndband/mov | |
![]() |
Númeratafla | Mynd/jpg |
![]() |
Prédikunarstóll | Mynd/jpg |
![]() |
Skírnarfontur | Mynd/jpg |
![]() |
Séð fram kirkjuna | Mynd/jpg |
![]() |
Séð inn kirkjuna | Mynd/jpg |
![]() |
Séð inn kirkjuna úr lofti | Mynd/jpg |
![]() |
Upplýsingaskilti | Mynd/jpg |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.01.2019