Hallgrímskirkja Kirkja

<p>Hallgrímskirkja er byggð til minningar um sálmaskáldið séra Hallgrím Pétursson (d. 1674). </p> <p>Árið 1929 beitti Dómkirkjusöfnuðurinn sér fyrir því að efnt væri til hugmyndasamkeppni um kirkju sem reisa ætti á Skólavörðuholti í minningu eins mesta sálmaskálds Íslendinga, séra Hallgríms Péturssonar. Var áskilið að kirkjan skildi rúma 1200 manns og hafa háan turn sem gæti nýst fyrir væntanlegt „víðvarp“ á Íslandi. </p> <p>Árið 1937 var Guðjóni Samúlessyni ( 1887-1950), falið að teikna Hallgrímskirkju. Hann hafði þá þegar teiknað margar opinberar byggingar, m.a. Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið, Kristkirkju í Landakoti og Akureyrarkirkju. </p> <p>Fram til ársins 1940 hafði öll Reykjavík verið einn söfnuður og sóknarkirkja hans verið Dómkirkjan, en þetta ár voru þrjár nýjar sóknir stofnaðar, Nessókn, Laugarnessókn og Hallgrímssókn, sem fékk það hlutverk að standa að byggingu Hallgrímskirkju. </p> <p>Bygging kirkjunnar hófst árið 1945 og var kjallari kórsins vígður sem kirkjusalur árið 1948. Nýr kirkjusalur var síðan tekinn í notkun í suðurálmu turnsins árið 1974. Það var svo 26. oktober 19856 að kirkjan sjálf var vígð. Um 60% byggingarkostnaðar komu úr sjóðum safnaðarins og frá einkaaðilum en afgangurinn eru framlög Reykjavíkurborgar og ríkisins. </p>

Orgel

Heiti Frá Til
2. pípuorgel 1985 Ekki skráð
1. pípuorgel 1954 Ekki skráð
3. pípuorgel 1992 Ekki skráð

Fólk

Færslur: 12

Nafn Tengsl
Antonio D. Corveiras Organisti, 1977-1982
Birgir Ásgeirsson Prestur, 01.04.2006-22.03.2015
Jakob Jónsson Prestur, 1941-1974
Jón Dalbú Hróbjartsson Prestur, 01.02.1998-
Karl Sigurbjörnsson Prestur, 06.12. 1974-1997
Kári Þormar Organisti, 1992-1993
Páll Halldórsson Organisti, 1941-1978
Ragnar Fjalar Lárusson Prestur, 01.12. 1967-1998
Sigurbjörn Einarsson Prestur, 07.01. 1941-959
Sigurður Pálsson Prestur, 01.01.1998-
Sigurjón Árnason Prestur, 28.12. 1944-1967
Sigurjón Þ. Árnason Prestur, 28.12. 1944-1967

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018