Menntaskólinn í Reykjavík

<p>Menntaskólinn í Reykjavík á rætur að rekja til biskupsstólsins í Skálholti sem stofnaður var árið 1056. Skólinn var fluttur til Reykjavíkur árið 1786 í hús á Hólavelli ofan Suðurgötu. Húsakynnin reyndust þar léleg og skólinn fékk inni á Bessastöðum árið 1805. Hann var starfræktur þar uns nýtt skólahús hafði verið reist í Reykjavík. Það var stærsta hús á landinu og þangað var skólinn fluttur haustið 1846. Hann nefndist Reykjavíkur lærði skóli, en var einnig kallaður Reykjavíkurskóli (Scholae Reykjavicensis á latínu), Lærði skólinn eða Latínuskólinn.</p> <p>Fram yfir aldamótin 1900 var mikil áhersla lögð á að kenna fornmálin, latínu og grísku, enda má segja að vagga vestrænnar menningar hafi verið í Grikklandi og latína hafi um aldir verið heimsmál.</p> <p>Árið 1904 tók gildi ný reglugerð fyrir skólann. Kennslustundum í latínu fækkaði, og grískukennslu var hætt til að rýma fyrir nýju námsefni. Þá nefndist skólinn Hinn almenni Menntaskóli í Reykjavík. Allir nemendur skólans lærðu sama námsefni fram til ársins 1919 þegar stærðfræðideild var stofnuð.</p> <p>Skólinn hefur heitið Menntaskólinn í Reykjavík frá árinu 1937. Skólinn hefur ávallt kappkostað að gera nemendur sína sem hæfasta til að stunda háskólanám og veitt þeim haldgóða menntun sem nýtist þeim hvert sem leið þeirra liggur að loknu stúdentsprófi. Svo að vel megi takast þurfa skólinn og nemendur hans jafnan að gera til sín miklar kröfur og setja markið hátt.</p> <p align="right">Af vef MR (23. desember 2014)</p>

Fólk

Færslur: 54

Nafn Tengsl
Nemandi
Nemandi, -1940
Alma Elísabet Hansen Nemandi, -1956
Arnbjörg María Danielsen Nemandi
Atli Heimir Sveinsson Nemandi, -1958
Menntaskólakennari, 1968-1977
Björgvin Ragnar Hjálmarsson Nemandi
Björn Ingiberg Jónsson Nemandi
Bragi Björnsson Nemandi
Brynhildur Björnsdóttir Nemandi
Einar Jóhannesson Nemandi, -1969
Elías Bjartur Einarsson Nemandi
Eyjólfur Kristjánsson Nemandi
Eyjólfur Melsted Nemandi
Ey­mund­ur Matth­ías­son Kennari, 1986-1990
Finnbogi Guðmundsson Nemandi, -1943
Menntaskólakennari
Franz Gunnarsson Nemandi
GDRN Nemandi
Gísli Helgason Nemandi
Gísli Magnússon Nemandi, 2004-2008
Gunnar Árnason Nemandi, -1921
Hallfríður Ólafsdóttir Nemandi
Hans Jóhannesson Nemandi
Haraldur Hannesson Nemandi, -1933
Harpa Ósk Björnsdóttir Nemandi
Haukur Gröndal Nemandi
Illugi Jökulsson Nemandi
Inga Jónína Backman Nemandi
Ingibjörg Elsa Turchi Nemandi
Kennari
Jónas Árnason Nemandi, -1942
Jónas Tómasson Nemandi, -1967
Jónas Þórir Þórisson Nemandi, -1976
Jón Múli Árnason Nemandi, -1940
Jón Sen Nemandi
Jórunn Viðar Nemandi, -1937
Júlíus Agnarsson Nemandi, -1975
Katrín Sigríður Árnadóttir Nemandi, -1960
Kjartan Guðnason Nemandi
Kjartan Óskarsson Nemandi, -1974
Kristín Mjöll Jakobsdóttir Nemandi
Kristján Þorvaldur Stephensen Nemandi, -1961
Lára Bryndís Eggertsdóttir Nemandi, -1999
Málfríður Konráðsdóttir Nemandi, -1961
Nathalía Druzin Halldórsdóttir Nemandi
Ólafur Björn Ólafsson Nemandi
Ólafur Gaukur Þórhallsson Nemandi
Ómar Ragnarsson Nemandi, 1956-1960
​Páll Sólmundur Eydal Nemandi
Pétur Grétarsson Nemandi
Pétur Urbancic Nemandi, -1950
Sigrún Hjálmtýsdóttir Nemandi
Viðar Gunnarsson Nemandi
Þorbjörn Sigurðsson Nemandi
Þorgerður Ingólfsdóttir Nemandi, -1963
Þorkell Sigurbjörnsson Nemandi, -1957
Þorsteinn Valdimarsson Nemandi, -1939

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.01.2021