Laugar Heimilisfang

<p>Land jarðarinnar er stórt og margbreytilegt um landslag. Bratar hlíðar og fjalllendi, lágir ásar með valllendisgróðri og mýrarsund á milli. Gil og skorningar og fossandi lækir. Landið er að mestu þurrlendi, en þurrt ræktunarland er þó af skornum skammti. Engjar voru lélegar, en sumahagar góðir og skjólsamir. Ekki hefur verið talið áður fyrr, að væri góð velta í mýrlendinu á Laugum því í gömlum heimildum segir: „Torfskurð eiga Laugar í landi Reykjadals, þar sem heitir Lokaflóð.“ Kornmylla var áður við Laugalæk. Eyðibýlið, Laugakot stóð spölkorn norðvestan við Laugatúnið. 1709 eru þar 5 nautgripir, 76 kindur og 9 hross.</p> <p>Heimild: Sunnlenskar byggðir I, Bls. 221.</p>

Fólk

Færslur: 5

Nafn Tengsl
Einar Kristinn Einarsson Uppruni og heimili
Guðrún Gísladóttir Heimili
Jón Einarsson Uppruni
Magnús Einarsson Uppruni og heimili
Margrét Andrésdóttir Uppruni

Skjöl

Laugar Mynd/jpg
Laugar Mynd/jpg
Laugar Mynd/jpg
Laugar Mynd/jpg
Laugar Mynd/jpg
Laugar Mynd/jpg
Laugar Mynd/jpg
Laugar2 Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014