Seyðisfjarðarkirkja Kirkja

Þjóðsagan segir að kirkjan hafi verið flutt frá suður ströndinni yfir á norðursröndina og að Dvergakirkjan hafi siglt á eftir. Heimildir eru fyrir því að kirkja hafi staðið á Dvergasteini sem er á norðurströnd Seyðis-fjarðar um aldamótin 1200 fram á nítjándu öld. Hítardalsbók geymir máldaga frá 1367 og þar segir að Dvergasteinskirkja sé Maríukirkja. Kirkjan var flutt inn á Vestdalseyri seinni hluta nítjándu aldar, þar sem hún var reist á hjallanum ofan eyrarinnar ( á Kirkjukletti) með mikið og gott útsýni yfir fjörðinn. Þar komu oft ill veður og í einu slíku feyktist kirkjan um koll. Var hún þá flutt niður á eyrina þar sem hún stóð fram til 1921 en þá var hún flutt á þann stað sen hún stendur enn þann dag í dag. Víðir kirkjunnar frá Vestdalseyri voru notaðir í nýju kirkjuna á Fjarðaröldu. Lifir því gamla kirkjan enn í kirkjunni sem nú stendur í hjarta bæjarins. Einhverra hluta vegna stendur kirkjan á Fjarðaröldunni öfugt við kirkjur á Íslandi. Hún snýr út og suður en venja er að kirkjur snúi austur/vestur. Hún ætti að snúa eins og safnaðarheimilið snýt í dag.

20. febrúar árið 1989 kom upp eldur í kirkjunni með hörmulegum afleiðingum. Þar skemmdist skírnaraltarið, atlaristafla frá 1901, gripir á ölturum, gamlar kertaljósakrónur, skírnarfontur, orgelið og flygill. Bæjarbúar voru slegnir yfir þessu en endurbygging hófst fljótlega og að 15 mánuðum liðnum var henni lokið. Endurvígsla fór fram 20. mái 1990.

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1985 Ekki skráð

Fólk

Færslur: 15

Nafn Tengsl
Björn O. Björnsson Prestur, 15.05.1963-1964
Cecil Kristinn Haraldsson Prestur, 01.07.1998-
Erlendur Sigmundsson Prestur, 24.08. 1942-1965
Heimir Steinsson Prestur, 27.05. 1966-1968
Ingi T. Lárusson Organisti
Jakob Ágúst Hjálmarsson Prestur, 01.10. 1973-1977
Jón Bjarnason Prestur, 27.07 1880-1884
Jón Vigfússon Organisti, 1919-
Kristín Pálsdóttir Prestur, 06.08.1995-1998
Kristján Róbertsson Prestur, 01.10.1987-1995
Magnús Björn Björnsson Prestur, 01.03.1979-1986
Rögnvaldur Finnbogason Heimili
Prestur, 15.10. 1968-1971
Stefán Halldórsson Prestur, 24.09. 1874-1880
Steinn Stefánsson Organisti, 1955-1975
Sveinn Víkingur Prestur, 08.04. 1926-1942

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.11.2018