Kvennaskólann í Reykjavík Framhaldsskóli

Kvennaskólinn í Reykjavík er einn allra elsti skóli landsins, stofnaður 1874 af hjónunum Þóru og Páli Melsteð. Upphaflega var skólahaldið á heimili þeirra við Austurvöll en árið 1878 létu þau rífa húsið og byggðu nýtt og stærra hús á sama stað á eigin kostnað. Árið 1909 flutti skólinn í eigið húsnæði að Fríkirkjuvegi 9 þar sem hluti starfseminnar fer enn fram. Árið 1979 var tekin í notkun viðbygging við gamla húsið og nú er sá hluti nýttur sem kennslustofur og bókasafn. Frá 1993 hefur hluti kennslunnar farið fram í Þingholtsstræti 37, í húsi sem kallað er Uppsalir en hýsti áður Verslunarskóla Íslands. Þar eru nú fjórar kennslustofur og mötuneyti nemenda. Haustið 2011 fékk skólinn svo Miðbæjarskólann til afnota.

Fyrstu öldina sem skólinn starfaði var hann eingöngu fyrir stúlkur en haustið 1977 hóf fyrsti pilturinn nám við skólann. Síðan þá hefur piltum í skólanum fjölgað ár frá ári og eru þeir nú um 38% nemenda. Skólinn varð framhaldsskóli 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust 1982. Í skólanum eru um 650 nemendur og starfsmenn eru rúmlega 60.

Af vef skólans (29. desember 2014).

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.09.2020