Kvennaskólann í Reykjavík Framhaldsskóli

<p>Kvennaskólinn í Reykjavík er einn allra elsti skóli landsins, stofnaður 1874 af hjónunum Þóru og Páli Melsteð. Upphaflega var skólahaldið á heimili þeirra við Austurvöll en árið 1878 létu þau rífa húsið og byggðu nýtt og stærra hús á sama stað á eigin kostnað. Árið 1909 flutti skólinn í eigið húsnæði að Fríkirkjuvegi 9 þar sem hluti starfseminnar fer enn fram. Árið 1979 var tekin í notkun viðbygging við gamla húsið og nú er sá hluti nýttur sem kennslustofur og bókasafn. Frá 1993 hefur hluti kennslunnar farið fram í Þingholtsstræti 37, í húsi sem kallað er Uppsalir en hýsti áður Verslunarskóla Íslands. Þar eru nú fjórar kennslustofur og mötuneyti nemenda. Haustið 2011 fékk skólinn svo Miðbæjarskólann til afnota.</p> <p>Fyrstu öldina sem skólinn starfaði var hann eingöngu fyrir stúlkur en haustið 1977 hóf fyrsti pilturinn nám við skólann. Síðan þá hefur piltum í skólanum fjölgað ár frá ári og eru þeir nú um 38% nemenda. Skólinn varð framhaldsskóli 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust 1982. Í skólanum eru um 650 nemendur og starfsmenn eru rúmlega 60.</p> <p align="right">Af vef skólans (29. desember 2014).</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.09.2020