Akureyjarkirkja Kirkja

<p>Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, mun kirkja hafa verið byggð í Akurey árið 1910, og þá jafnframt verið lagðar niður kirkjurnar í Sigluvík, Vestur-Landeyjum og Voðmulastöðum í Austur-Landeyjum. Jafnframt er breytt skipun prestakallsins þannig að þeir Vestur-Landeyingar, sem kirkjusókn áttu að Krossi og Voðmúlastöðum, flytjast nú yfir að Akurey, en Austur-Landeyjar sameinast um eina kirkju að Krossi.</p> Orgel mun ekki hafa verið í Sigluvíkurkirkju, en þegar kirkja var byggð í Akurey 1910, var orgel keypt í hana og var fyrsti organist þar Ársæll Jónsson á Álfhólum. Þá tekur við af honum Bjarni Brynjólfsson í Hrauk - nú Lindartúni - og eftir hann, nú síðastliðin 1-2 ár, Haraldur Júlíusson, Akurey.</p> <p>Heimild: Þættir um kirkjusöng í Rangárvallasýslu: Suðri 3. 1975.</p> <p>Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson</p> <p>Vígð af Kjartani Einarssyni prófasti í Holti þann 20. oktober 1912.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð
rafmagnsorgel Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 9.09.2019