Haukholt Heimilisfang

Jörðin er landstór og landið að miklum meirihluta þurrlendi. Beitilandið er víðáttumikið og skjólgott með fjölbreyttum gróðri, en ekki grasgefið að jafnaði. Útengjaslægjur voru frekar lélegar og reytingssamur heyskapurinn. Ræktunarland er nú að mestu fullnýtt nema mýrarspildur sem liggja svo fjarri bæ, að til erfiðleika er. Nokkurt skóglendi er meðfram Hvítá og er í vexti. Bærinn stendur fram í lágum ás á eystir bakka Hvítár, og beljar áin í gljúfrum við túnfótinn, en birkihlíðar hlægja við morgunsól handan ár.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 321. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Ástbjört Oddleifsdóttir Heimili
Loftur Þorsteinsson Uppruni
Oddleifur Þorsteinsson Heimili
Þorsteinn Loftsson Heimili

Skjöl

Haukholt Mynd/jpg
Haukholt Mynd/jpg
Haukholt Mynd/jpg
Haukholt Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 2.12.2014