Miðfell I Heimilisfang

<p>Að landrými er þetta meðaljörð. Að meiri hluta er landið blaut mýri. Er það sæmilegt beitiland á vetrum, og slægjur voru&nbsp;þar allgóðar, einkum með svonefndu Miðfellsgili. Er þar grasgefið og sæmliega þurrlent til heyskapar, en mjög þýft. Sumarhagar fyrir málnytupening voru mjög takmarkaðir áður en ræktun hófst. Ræktunarland er lítið sem ekkert, annað en á framræstu votlendi. Þessi jörð og Miðfell II eiga sama land uppi á Miðfellsfjalli, ofan eggja. Verður það aðeins nytjað til bietar fyrir sauðfé að sumrinu. Uppi á fjallinu er allstórt vatn. Hafa þangað verið flutt silungsseiði og gerð tilraun til ræktunar. Land jarðarinnar er afgirt að kalla. Heitt vatn er úr borholu. Bærinn stendur undir bröttum hlíðum og háum hömrum fjallsins, sem bærinn tekur nafn af.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 270. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Skjöl

Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
MIðfell Mynd/jpg
MIðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
Miðfell Mynd/jpg
MIðfell Mynd/jpg
MIðfell Mynd/jpg
Miðfell I Mynd/jpg
Miðfell I Mynd/jpg
Miðfell I Mynd/jpg
Miðfell I Mynd/jpg
Miðfellshverfi Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.01.2017