Lágafellskirkja Kirkja

<p>Í Mosfellssveit hafa kirkjur verið að Mosfelli, Varmá, Suður-Reykjum og í Þerney. Bænahús var í Álfsnesi og talað var um bænahús að Lágafelli fyrir 1700. Í konungsbréfi frá árinu 1774 var skipað að setja kirkju að Lágafelli og leggja þangað Mosfells- og Gufunessóknir en sú tilskupun var afturkölluð tveimur árum síðar. Magnús Stephensen, þá nýorðinn landshöfðingi gaf út tilskipun í september árið 1886 að Mosfells- og Gufnessóknir skuli sameinaðar, - kirkjur þessara staða skuli niður teknar og ný kirkja reist á Lágafelli.</p> <p>Í Góubyrjun 1889 er ný kirkja risin að Lágafelli og vígð á konudaginn sem bar upp á 24. febrúar. Þessi kirkja stendur enn, - en árið 1931 var hún endursmíðuð að hluta og meðal annars settur á hana nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar húsameistara og 1956 var hún lengd um þrjá metra og byggð við hana skrúðhús.</p> <p>Vígsluárið voru íbúar sóknarinnar 403 á 53 heimilum. Í dag er íbúafjöldi sóknarinnar 7317. 1847 var Viðey lögð til Mosfesllsprestakalls en Brautarholtssókn árið 1880. Rétt fyrir 1970 var Árbæjarsókn stofnuð og nokkrum árum seinna lagðist Brautarholtssókn undir Reynivelli og Viðey var lögð undir Reykjavíkurprófastsdæmi árið 1986. Sóknarmörk nú eru sunnanmegin eða Reykjavíkurmegin við Korpúlfsstaði en að norðan í Kollafirði. Á 90 ára afmæli kirkjunnar árið 1979 var hafist handa um gagngerar beytingar og lagfæringar, - kirkjan var þá klædd innan massívum viði og settir í hana kirkjubekkir sem nú hafa verið bólstraðir (160-180 sæti). Hafist var handa um byggingu nýs skrúðhúss árið 1989 á hundrað ára afmæli kirkjunnar og formlega tekið í notkun á páskadag 1990. Þar má koma fyrir 50 sætum við stærri athafnir. Miklar endurbætur hafa verið gerðar síðstu árin. Skipt var um glugga og gler árið 1990. Árið 1991 var lögð ný upphituð stétt við kirkjuna og áhaldageymsla byggð við vesturgafl hennar. Það ár var krirkjan einnig máluð utan. Nýtt gólf var sett í hana árið 1992 og hvelfing máluð og málning lagfærð víðar um kirkjuna.</p> <p align="right">Ódagsett upplýsingablað í kirkjunni</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1958 Ekki skráð
2. pípuorgel 1992 Ekki skráð

Fólk

Færslur: 3

Nafn Tengsl
Árni Björnsson Prestur, 1923-1924
Hjalti Þórðarson Organisti, 1926-1972
Sigurður Rúnar Ragnarsson Prestur, 15.04.1998-01.05.1999

Skjöl

Altaristafla Mynd/jpg
Björgvin Tómasson Mynd/jpg
Dyr Mynd/jpg
Gamlar númeratöflur Mynd/jpg
Gjafaplatti Mynd/jpg
Gluggar Mynd/jpg
Kerti Mynd/jpg
Kirkjan1 Mynd/jpg
Kirkjan2 Mynd/jpg
Kirkjan3 Mynd/jpg
Kirkjan4 Mynd/jpg
Kirkjan5r Mynd/jpg
Kirkjan6 Mynd/jpg
Kirkjan7 Mynd/jpg
Kirkjan8 Mynd/jpg
Kirkjan9 Mynd/jpg
Klukkur Mynd/jpg
Kórinn Mynd/jpg
Kórinn2 Mynd/jpg
Loft yfir kór Mynd/jpg
Prédikunarstóll1 Mynd/jpg
Prédikunarstóll2 Mynd/jpg
Prédikunarstóll3 Mynd/jpg
Píanó Mynd/jpg
Skírnarfontur1 Mynd/jpg
Skírnarfontur2 Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna1 Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna2 Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna3 Mynd/jpg
Söfnunarbaukur Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018