Gilsbakki Heimilisfang

<p>Húsið Gilsbakki var byggt árið 1907 og stóð við Heimagötu 14. Erlendur Árnason, trésmiður, reisti húsið og gaf því nafn sem sennilega er eftir Gilsbakka í Borgarfirði. Húsið var klætt að nýju árið 1972, en það fór undir hraun ári síðar. Gilsbakki var síðasta húsið sem fór undir hraunið í Heimaeyjargosinu. Hraunið gekk yfir Bólstað en stöðvaðist við Gilsbakka; því næst tók það Blátind en í lok gossins kviknaði í húsinu og svo fór það undir hraunið.</p> <p>þegar byrjaði að gjósa bjuggu Gunnar Ólafsson og Þuríður G. Ottósdóttir (Stella) ásamt börnum sínum Guðna Friðrik, Erlu, Ottó Ólafi, Hrönn og Erlendi. Einnig bjó þar faðir Þuríðar, Ottó Bjarnason.</p> <p align="right">Af vefsíðunni <a href="http://www.heimaslod.is/">Heimaslóð.</a></p> <p>Hér vantar að fá einhvern staðkunnugan til að staðsetja Heimagötu 14 nákvæma á korti.</p> <p align="right">Jón Hrólfur 8. apríl 2013.</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Erlendur Árnason Heimili

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014