Ingjaldshólskirkja Kirkja

Sjá skráningu í Sarpi

Snemma hefur verið kirkja á Ingjaldshóli. Í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar 1211 er Ingjaldshóls getið og í Sturlungu er minnst á prest á Ingjaldshóli. Sóknarkirkja var byggð þar árið 1317 og var hún vígð þann 13. oktober. Ingjaldshóll var lengi í eigu Sturlunga, en frá 1350 til 1550, eða allt fram á siðbeytingu var staðurinn í eigu Helgafellsklaustur. Síðan varð hann eign konungs þar sem fulltrúar hans og sýslumenn voru staðsettir.

Fyrsta kirkjan á Ingjaldshóli sem eitthvað er vitað um er frá 1696. Hún var stór og sterkleg kirkja út timbri. Önnur kirkja var byggð á Ingjaldshóli árið 1742 og enn önnur árið 1782., Núverandi kirkja er steinsteypt og samkvæmt Herði Ágústssyni, er hún elsta steinsteypta kirkja landsins og líklega sú elsta í heimi. Lárus Skúlason safnaðarfulltrúi var forgöngumaður um að ráðist var í byggingu kirkjunnar. Jón Sveinsson forsmiður úr Reykjavík teiknaði kirkjuna og Albert Jónsson steinsmiður sá um byggingu hennar. Kirkan var byggð 1903.

Orgel

Heiti Frá Til
rafmagnsorgel 1975 Ekki skráð
pípuorgel 2003 Ekki skráð
Ingjaldshólskirkja: 1. harmonium 1914 1954

Fólk

Færslur: 25

Nafn Tengsl
Árni Böðvarsson Prestur, 13.06.1849-1861
Böðvar Jónsson Prestur, 15.öld-15.öld
Erlendur Vigfússon Prestur, 08.03.1780-1792
Guðmundur Guðmundsson Prestur, 26.10.1868-1875
Guðmundur Ísleifsson Prestur, 1744-1758
Guðmundur Jónsson Prestur, 1632-1670
Guðni Jónsson Prestur, 1712-1738
Halldór Oddason Prestur, 13.öld-13.öld
Helgi Árnason Prestur, 25.07. 1882-1888
Ísleifur Pálsson Prestur, 1739-1744
Jóhanna Vigfúsdóttir Organisti, 1928-1980
Jón Björnsson Prestur, 1693-1711/12
Jón Böðvarsson Prestur, 1615-1631
Jón Guðmundsson Aukaprestur, 1666-1667
Jón Jónsson Prestur, 16.öld-1615
Jón Jónsson Prestur, 1714-1719
Jón Óttarsson Prestur, 14.öld-14.öld
Jón Sigurðsson Prestur, 03.01.1759-1777
Lilja Kristín Þorsteinsdóttir Prestur, 01.05.2000-
Ólafur Guðmundsson Prestur, 25.09.1825-1841
Ólafur Kolbeinsson Prestur, 14.öld-14.öld
Sigurður Halldórsson Prestur, 1670-1696
Þorgrímur Thorgrímssen Prestur, 04.06.1836-1849
Þorvaldur Stefánsson Prestur, 24.05. 1861-1867
Þórður Halldórsson Prestur, 16.öld-16.öld

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.03.2019