<p>Orgel mun hafa verið keypt handa kirkjunni nálægt 1890. Ekki er vitað um fyrstu organsta þar, en Þorfinnur Jónsson í Tryggvaskála mun nokkuð hafa komið þar við sögu. Eini fastráðni organisti kirkjunnar, sem vitað er um með vissu, er Guðmundur Þóroddsson á Reykjum, síðar á Núpum. Gegndi hann starfinu þar til Reykjakirkja fauk i ofviðri síðast í desember 1908. Kirkja var ekki reist aftur á Reykjum.<p/>
<p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>
<p>Reykjakirkja fauk af grunni sínum 27. nóvember 1908 og var í framhaldi af því lögð af og sameinuð, ásamt Arnarbæliskirkju, Kotstrandarkirkju. Sagt er lítillega frá þessu hér að neðan.
Orgel
Fólk
Skjöl
Tengd hljóðrit
Tengt efni á öðrum vefjum