Torfastaðakirkja Kirkja

<p>Fysta kirkjan í Biskupstungum, sem eignaðist orgel, var Torfastaðakirkja. Mun það hafa verið laust fyrir aldamótin síðustur [1900], líklega 1898, eða 6 árum eftir að núverandi kirkja var reist.</p> <p>Fyrsti organistinn var Eiríkur Grímsson á Syðri-Reykjum, og gegndi hann því starfi til 1903 eða 1904, en flyzt þá úr sveitinni. </p> <p>Haustið 1904 fer síra Magnús Helgason frá Torfastöðum og gerðist kennari í Flensborg, var þó á Torfastöðum sumarið 1905, en fer svo alfarinn um haustið. Það var því prestlaust í Biskupstungum veturna 1904-5 og 1905-6. Á þessu tímabili var enginn fastráðinn organisti við kirkjuna, en Björn Björnsson á Brekku annaðist starfið, þá sjaldan messað var.</p> <p>Vorið 1906 kom séra Eiríkur Stefánsson að Torfastöðum, og með þeim hjónum kom Jóhannes Erlendsson, bróðir Sigurlaugar konu séra Eiríks. Var hann organisti kirkjunnar að mestu leyti næstu tvö ár. Frá þeim tíma má segja að Sigurlaug Erlendsdóttir hafi verið organistinn, þangað til nokkur síðustu ár sem þau hjónin voru á Torfastöðum. Þá tók Erlendur við aftur, en hann var þá fyrir nokkrum árum fluttur þangað. Síðan 1955 hefur Erlendur Björnsson á Vatnsleysu verið organisti Torfastaðakirkju.</p> <p>Þrjú orgel hafa verið keypt í Torfastaðakirkju og hafa þau farið stækkandi og batnandi. Það sem nú er í kirkjunni [1975] er rúmlega 20 ára gamalt. Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p> <p>1904: Safnaðarfundargjörð Torfastaðaprestakalls....4. Talað var um söng í kirkjunni og ráðinn organist framvegis Björn Bjarnason frá Brekku fyrir 2 kr borgun fyrir hverja messu. Talað um, að sem flestir hefðu bók með sjer til kirkjunnar, einkum þá, er kostur væri orðinn handhægari og ódýrari útgáfa af sálmabókinni.</p> <p>1906, 12. ágúst: Safnaðarfundargerð Torfastaðasóknar...: Prestur bar það undir fundinn hvort hann hefði nokkuð á móti því, og vildi ekki styðja það, að kirkjan fengi sjer nýtt harmoninum. Fundurinn fól presti að leita samþykkis prófastas upp á væntanlegt samþykki hjeraðsfundar til að verja af fje kirkjunnar, sem nú er í sjóði 149.27 eptir síðasta reikingi hennar að dæma, allt að 120 kr. með því að gezkað var á að kirkjan myndi ekki þurfa mikið meir en þá væri eptir af sjóðnum, sjer til aðgerðar. – Samþykkt var að reyna að selja gamla orgelið, ef til kæmi, og verja því uppí hið nýja. Það sem þá kynni að ávanta, kváðustu menn fúsir á að jafna niður á sig og gefa kirkjunni. Með því að núverandi organisti, Björn Björnsson á Brekku kvaðst mundu hætta að spila í kirkjunni bæði vegna orgelsins, hvað það væri slæmt og af öðrum ástæðum, bauðst kona prests til að spila í kirkjnni 1-2 ár fyrir ekkert ef nýtt harmoníum kæmi. Boði þessu var vinsamlega og vel tekið – Presti og sókarnefnd voru svo falin öll frekari störf og ráðstafanir í þessu máli og helst að reyna að fá orgelið fyrir haustið. ...</p> <p>Portionreikningar 1907: Borgun upp í orgel. 122.20: Fylgiskjal. Herra Jóhannes Erlendsson frá Torfastöðum í Biskupstungum hefur í dag greitt mjer kr. 234.00 – 10 kr afslátt, kr. 224.00 sem er andvirði fyrir orgelharmoninum handa Torfastaðakirkju er jeg hjermeð lofa að útvega. Flutningsgjald til Reykjavíkur er hjer ekki með reiknað. Reykjavík 10.5.07. Brynjólfur Þorláksson.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. harmonium 1898 1907
2. harmonium 1907 Ekki skráð
3. harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Færslur: 37

Nafn Tengsl
Prestur, 1904-1906
Ásmundur Þormóðsson Prestur, 1589-1591
Björn Prestur, "14"-
Björn Björnsson Organisti, 1904-1906
Björn Jónsson Prestur, 29.04.1837-1865
Einar Halldórsson Prestur, 1348 fyr?-
Eiríkur Grímsson Organisti, 1898-1903
Eiríkur Stefánsson Prestur, "16"-"16"
Eiríkur Þ. Stefánsson Prestur, 1906-1955
Erlendur Björnsson Organisti, 1955-
Eysteinn Prestur, "14"-"14"
Gísli Þorvarðsson Prestur, 1622-1627
Guðmundur Torfason Prestur, 1860-1875
Hafliði Bergsveinsson Prestur, 09.10.1707-1735
Halldór Þórðarsom Aukaprestur, 05.08.1781-1800
Prestur, 1800-1824
Halldór Þórðarson Aukaprestur, 05.08.1781-1800
Prestur, 1800-1824
Jakob Björnsson Prestur, 09.03. 1875-1884
Jóhann Erlendsson Organisti, 1906-1908
Jón Björnsson Prestur, 1539-
Jón Gíslason Prestur, 1691-1707
Jón Jónsson Prestur, 1556-
Jón Oddsson Prestur
Jón Torfason Prestur, 1646-1656
Jón Þorsteinsson Prestur, 1601-1612
Magnús Helgason Prestur, 26.07. 1884-1905
Ólafur Böðvarsson Prestur, 1614-1622
Páll Högnason Prestur, 1753-1800
Pétur Stephensen Stefánsson Prestur, 15.07.1858-1860
Sigurður Jónsson Prestur, 1628-
Sigurlaug Erlendsdóttir Organisti, 1909-1955
Stefán Stephensen Stefánsson Prestur, 1904-1906
Þorlákur Gizurarson Prestur
Þorlákur Sigurðsson Prestur, 15.07. 1735-1753
Þorsteinn Jónsson Prestur, 1626-1631
Þórður Bárðarson Prestur, 22.05.1669-1690
Þórður Halldórsson Aukaprestur, 04.10.1807-1824
Prestur, 28.04.1824-1837
Þórður Þorleifsson Prestur, 30.11.1656-1669

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.11.2018