Tungufellskirkja Kirkja

<p>Kirkja hefur staðið í Tungufelli frá ómunatíð en fyrst er vitað um kirkju þar skömmu eftir árið 1200. Hún var þá helguð Andrési postula. Hún var útkirkja frá Reykjadalsprestakalli en frá árinu 1819 hefur hún heyrt undir Hruna. Kirkjan í Tungufelli hefur alla tíð verið bændakirkja eða allt til ársins 1987 að eigendur gáfu hana Þjóðminjasafninu. Guðsþjónusta er árlega í Tungufellskirkju að hausti. Kirkja sú sem nú stendur var byggð árið 1856 og var forsmiður hennar Sigfús snikkari Guðmundsson frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Hún er timburkirkja, upprunalega bikuð. 1903 var kirkjan klædd járni að nokkrum hluta og seinna að fullu og öllu. Gólflötur kirkjunnar er 22 fermetrar og tekur hún um 30 manns í sæti. Að innan er hún þiljuð með spjaldaþili en hvelfing er yfir. </p> <p>Í kirkjunni hefur aldrei verið orgel.</p>

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014