Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi Tónlistarskóli

Bæjarstjóri Seltjarnarness skrifaði skólanefnd bréf þann 28. júní 1974 þar sem hann biður nefndina að taka til athugunar stofnun tónlistarskóla vegna þess að tónmenntakennsla sé orðin óhóflega dýr í sveitarfélaginu. Fram að þessum tíma fór tónmenntakennsla fram í Mýrarhúsaskóla og var þar fyrst og fremst um rekstur lúðrasveitar að ræða. Allur kostnaður við lúðrasveitina var greiddur af sveitarfélaginu en við stofnun tónlistarskóla myndi hluti kostnaðar fást greiddur úr ríkissjóði.

Skólanefnd tók erindi bæjarstjóra mjög vel og var skólinn stofnaður síðar á árinu og skólastjóri ráðinn. Fyrsti skólastjóri var Hannes Flosason en skólinn fékk húsnæði í Mýrarhúsaskóla. Húsnæðið var fremur óhentugt, en það var áður íbúð húsvarðar Mýrarhúsaskóla sem lagfærð var og gerð hæf til kennslu en fyrirsjáanlegt var að þetta húsnæði dyggði ekki til frambúðar og að huga þyrfti að nýju húsnæði fyrir skólann.

Á þessu fyrsta ári voru nemendur 68 talsins og kennarar 7 fyrir utan skólastjóra. Skólinn hlaut afar góðar móttökur hjá bæjarbúum og var reiknað með fjölgun memenda strax á næsta ári. Það gekk eftir því að á næsta ári urðu nemendur 78. Þann 1. september árið 1985 lét Hannes Flosason af störfum sem skólastjóri Tónlistarskólans en við tók Jón Karl Einarsson sem gegndi starfinu til ársins 1996 þegar núverandi skólastjóri, Gylfi Gunnarsson tók við...

[ Núverandi skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness er Kári Húnfjörð Einarsson. ]

Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2019