Högnastaðir Heimilisfang

<p>Jörðin er í meðallagi stór að landrými og nær&nbsp;landið austan frá Litlu-Laxá vestur að Hvítá. Að miklum meiri hluta er landið blaut mýri, en nokkurt þurrlendi þó í grösugum ásum, bæði heima við bæinn og vestur undir Hvítá. Þurrir bakkar eru einnig meðfram ánni. Engjar voru allgóðar, einnig vetrarbeit á mýrinni. Sumarhagar voru lélegir. Ræktunarland lítið sem ekkert, nema á framræstum mýrum. Veiðiréttur er í Litlu-Laxá og Hvítá. Mikll jarðhiti fylgir jörðinni.</p> <p>Á Högnastöðum hefur ekki verið búið síðan 1964, en ýmsir hafa nytjað jörðina, bæði til slægna og beitar. Árið 1970 var landi skipt á Högnastöðum og jörðin gerð að tveim sjálfstæum jörðum, Högnastöðum I og II.&nbsp;</p> <p>Bærinn stendur hátt framan í Högnastaðaásum. Byggingar eru engar sem heyra til jörðinni.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 250. Búnaðarfélag Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Sigrún Guðmundsdóttir Uppruni

Tengd hljóðrit


Uppfært 6.12.2014