Búrfellskirkja Kirkja

Árið 1904 eða 1905 var fyrst farið að nota orgel í Búrfellskirkju. Var það fengið að láni frá Stefaníu Jónsdóttur á Búrfelli og notað í kirkjunni til 1919. Þá keypti söfnuðurinn nýtt orgel, sem notað var, þar til fyrir fáum árum, að annað hljóðfæri leysti hið eldra af hólmi.

Fyrsti organisti kirkjunnar var Stefnía Jónsdóttir á Búrfelli, sem gegndi starfinu í nokkur ár. Kristín Guðmundsdóttir á Búrfelli tók við starfinu af Stefaníu og hafði starfið með hönum einnig í nokkur ár. Af henni tók við Geirrún Ívarsdóttir, Búrfelli, og var organisti kirkjunnar til 1920. Aðrir organistar hafa verið Guðbjörg Guðmundsdóttir á Ásgarði 1920-1930, Helga Benediktsdóttir í Miðengi 1931-1944, en þá tók Gúðrún í Ásgarði aftur við organistastarfinu og hefur gegnt því síðan.

Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu. Sigurður Ágústsson. Suðri 3. 1975

Orgel

Heiti Frá Til
1. harmonium 1919 Ekki skráð
rafmagnsorgel Ekki skráð Ekki skráð
2. harmonium Ekki skráð Ekki skráð
1. lánsorgel 1904 1919

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 12.05.2016