Hjallakirkja Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Hjallakirkja&filter=1023&typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p> <p>Í Hjallakirkju, sem var „bændakirkja“ til 1913, er eigandi hennar Jón Árnason í Þorlákshöfn lézt, kom orgel fyrst 1890. Fyrsti organistinn þar var Magnús Sæmundsson á Vindheimum, og lék hann í kirkjunni meðan heilsa hans leyfði. Eftir það mun um hríð hafa verið nokkrir erfiðleikar um útvegun organista fyrir kirkjuna. Sigurður Eiríksson, regluboði á Eyrarbakka, mun hafa hlaupið undir baggann um skeið, en næsti fastráðni organistinn var Guðmundur Þóroddsson frá Núpum. Gegndi hann starfinu unz Sigurður Steindórsson frá Egilsstöðum tók við því árið 1915 og gegndi því til 1954, er hann fluttist burt úr sveitinni. Ýmsir organistar gegndu starfinu í kirkjunni næstu tvö ár, en 1956 er Ingimundur Guðjónsson í Þorlákshöfn ráðinn organisti við Hjallakirkju og hefir gegnt því síðan. Söngfélag Þorlákshafnar annast sönginn í krikjunni.</p> <p>Söngfélag Þorlákshafnar var stofnað 1956. Það er blandaður kór og gegnir störfum sem kirkjukór Strandarkirkju og Hjallakirkju. Einnig hefur söngfélagið æft ýmislegt fleira en kirkjutónlist, haldið sjálfstæða samsöngva í Þorlákshöfn og víðar og annazt söng við ýmis tækifæri í þorpinu. Stofnandi og söngstjóri þess er Ingimundur Guðjónsson.</p> <p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p> <p>Hjallakirkja er fyrsta steinsteypta kirkja austan fjalls.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. harmonium 1890 Ekki skráð
Hjallakirkja: 2. harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Uppfært 3.07.2015