Selfosskirkja Kirkja
<p>Selfosskirkja var vígð 1956. Áður höfðu guðsþjónustur verið öðru hverju um hönd hafðar í samkomuhúsum í þorpinu og einnig í kjallara kirkjunnar eftir að kirkjubygginunni var svo langt komið. Kirkjukór var því stofnaður 1946, 10 árum fyrr en kirkjan var vígð. Organisti og stjórnandi kórsins var Anna Eiríksdóttir, Fagurgerði á Selfossi. </p>
<p>Þegar kirkjan var tekin í notkun, var Guðmundur Gilsson ráðinn organisti hinnar nýju kirkju og tók hann jafnframt við stjórn kirkjukórsins. Gegndi hann því starfi til hausts 1967, er hann fluttist til Reykjavíkur. Tók þá Einar Sigurðsson við organistastarfinu og gegndi því í eitt ár. Tók mexikansku maður þá við, Abel R. Loretto að nafni og hefur gegnt því síðan. [1975]. </p>
<p>Kirkjukór Selfoss hefur æft ýmislegt fleira en kirkjutónlist og haldið sjálfstæða samsöngva, einnig í félagi við Karlakór Selfoss. Var Guðmundur Gilsson þá söngstjóri beggja kóranna. Eftir að hann lét af organistastarfinu hefur kirkjukórinn einungis æft fyrir kirkjulegar athafnir. Þess má geta, að Kirkjukór Selfoss hefur sungið við guðsþjónustur í Dómkirkjunni í Reykjavík og í Bessastaðakirkju, og einnig við helgistund í sjónvarpi.</p>
<p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
1. pípuorgel | 1964 | Ekki skráð |
harmonium | Ekki skráð | Ekki skráð |
Fólk
Skjöl
![]() |
Altari | Mynd/jpg |
![]() |
Kirkjuloft | Mynd/jpg |
![]() |
Prédikunarstóll | Mynd/jpg |
![]() |
Safnaðarheimili Selfosskirkju | Mynd/jpg |
![]() |
Selfosskirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Selfosskirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Selfosskirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Selfosskirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Skírnarfontur | Mynd/jpg |
Upptaka frá vígslu Selfosskirkju | Hljóðskrá/mp3 | |
Vígsluprógram | Skjal/pdf |
Tengt efni á öðrum vefjum
- Fyrsta guðsþjónusta í Selfosskirkju á sunnudaginn: Alþýðublaðið 19. febrúar 1954 bls. 7.
- Hvað þýðingu hefir kirkjan fyrir umhverfið?: Morgunblaðið 20. ágúst 1948 bls. 2.
- Mikil kirkjuhátíð á Selfossi í dag...: Morgunblaðið 25. mars 1956 bls. 1.
- Mjög hátíðleg vígsluthöfn á Selfossi...: Tíminn 27. mars 1956 bls. 12.
- Orgel Selfosskirkju: Organistablaðið 1. júlí 1975 bls. 24
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.01.2019