Hóladómkirkja Kirkja
Þekktur, danskur arkitekt, Lauritz de Thurah, tekinaði kirkjuna en þýzkur múrmeistari, Sabinsky, stóð fyrir byggingunni og hófust framkvæmdir 1757. Byggingarefni, sem er sandsteinn og blágrýti, var sótt í Hólabyrðu og var verkamönnum fyrst greitt kaup en síðar voru bændur í Skagafirði, Eyjafirði og Húnaþingi skyldaðir til þess að vinna kauplaust við bygginguna og mæltist það illa fyrir. Árið 1760 kom annar múrmeistari, Schätzer, til að vinna að kirkjunni en timbursveinn að nafni Christen Willumsøn sá um tréverk. Kirkjan átti að heita fullgerð haustið 1763 og var vígð með mikilli viðhöfn hinn 20 nóvember það ár. Allmikið vantaði þó á að frá henni væri gengið eins og ætlað var í upphafi. Turn var aldrei reistur, ekki var sett söngloft í kirkjuna og timburþak var af vanefnum gert í stað steinþaks. Það lak þegar mjög og var þá sett annað timburþak yfir, sem dugði uns bárujárnsþak var sett á kirkjuna 1886. Jóni Arasyni, biskupi, og sonum hans var reistur minnisvarði á Hólum, sem var vígður á 400 ára dánarafmæli hans, árið 1950. Það er 27 m hárturn við dómkirkjuna. Í turninum er lítil kapella með grafhýsi, sem varðveitir bein þeirra að því er talið er. Annar minnisvarði um Jón er í Skálholti og hinn þriðji á Munkaþverá. Þá er minningarlundur Jóns í landi Grýtu í Eyjafirði, sem talin er fæðingarstaður hans.
Heimild: Iceland Travel
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
1. pípuorgel | 1959 | Ekki skráð |
2. pípuorgel | 1989 | Ekki skráð |
1. harmonium | 1891 | 0 |
Fólk
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.09.2018