Undirfell Heimilisfang

Undirfell er eyðibýli, kirkjustaður og áður prestssetur í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu og stendur undir samnefndu felli. Eldri mynd nafnsins er Undornfell en undorn var eyktarmark til forna og þýddi klukkan þrjú síðdegis, eða sama og nón.

Síðasti prestur á Undirfelli var séra Hjörleifur Einarsson, sem gegndi embættinu í 30 ár en sagði af sér árið 1906. Hann var frumkvöðull í æskulýðsstarfi og hafði mikinn áhuga á skólamálum. Árið 1879 var að hans frumkvæði komið á fót kvennaskóla á Undirfelli, einum hinna fyrstu í landinu, og var hann starfræktur þar í nokkur ár. Sonur Hjörleifs var Einar Hjörleifsson Kvaran rithöfundur. Listmálarinn Þórarinn B. Þorláksson var fæddur á Undirfelli, sonur séra Þorláks Stefánssonar.

Sjá nánar á Wikipediu.

Fólk

Færslur: 7

Nafn Tengsl
Arnbjörn Jónsson Heimili
Árni Tómasson Uppruni
Hálfdan Rafnsson Heimili
Hjörleifur Einarsson Prestur, 15.05. 1876-1906
Páll Bjarnason Heimili
Tryggvi H. Kvaran Uppruni
Tryggvi Kvaran Uppruni

Tengd hljóðrit


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.06.2016