Kotlaugar Heimilisfang

Í Jarðabók Á. M. segur um Kotlaugar: „Meinast í fyrstu verið hafa hjáleiga frá Skipholti, en nú er þar fullt fyrirsvar.“ Árið 1904 fara Kotlaugar í eyði og leggjast undir Skipholt. Árið 1958 fá núverandi ábúendur 30 ha. landspildu úr Kotlaugalandi og reisa þar nýbýli. Annað land er óskipt sameign með eigendum Skipholts I og III. Nokkur jarðhiti er í nánd við bæinn. Veiðiréttur er í Hvítá. Margir munu kannast við bæjarnafnnið Kotlaugar vegna hinnar alkunnu bænar sr. Þórðar í Reykjadal, þegar hann bað Drottin að skunda upp að Haukholtum og reyna að vera innan handar gamalli konu, sem lá undir baðstofusúðinni, utarlega að vestanverðu, og bætti svo við: „En varaðu þig á henni Kotlaugakeldu, Drottinn minn, hún hefur mörgum körskum á kollinn steypt.“

Nýi bærinn stendur allmiklu fjær keldunni en áður var. Og nú er Kotlaugakelda líka hrofin fyrir framræslutækni nýs tíma.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 314. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Sigurður Kristmundsson Heimili
Valgerður Jónsdóttir Heimili

Skjöl

Kotlaugar Mynd/jpg
Kotlaugar Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 4.12.2014