Kotlaugar Heimilisfang

<p>Í Jarðabók Á. M. segur um Kotlaugar: „Meinast í fyrstu verið hafa hjáleiga frá Skipholti, en nú er þar fullt fyrirsvar.“ Árið 1904 fara Kotlaugar í eyði og leggjast undir Skipholt. Árið 1958 fá núverandi ábúendur 30 ha. landspildu úr Kotlaugalandi og reisa þar nýbýli. Annað land er óskipt sameign með eigendum Skipholts I og III. Nokkur jarðhiti er í nánd við bæinn. Veiðiréttur er í Hvítá. Margir munu kannast við bæjarnafnnið Kotlaugar vegna hinnar alkunnu bænar sr. Þórðar í Reykjadal, þegar hann bað Drottin að skunda upp að Haukholtum og reyna að vera innan handar gamalli konu, sem lá undir baðstofusúðinni, utarlega að vestanverðu, og bætti svo við: „En varaðu þig á henni Kotlaugakeldu, Drottinn minn, hún hefur mörgum körskum á kollinn steypt.“</p> <p>Nýi bærinn stendur allmiklu fjær keldunni en áður var. Og nú er Kotlaugakelda líka hrofin fyrir framræslutækni nýs tíma.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 314. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Sigurður Kristmundsson Heimili
Valgerður Jónsdóttir Heimili

Skjöl

Kotlaugar Mynd/jpg
Kotlaugar Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 4.12.2014