Hvítárdalur Heimilisfang

Nýbýli byggt úr landi Skipholts I árið 1945. Landið er lítið, en grösugt, og að meirihluta þurrlendi. Haglendi er gott, grasgefið og skjólsamt. Allstórt mýrlendi heima við hefur verið framræst og tekið til ræktunar, en meirihluti túnsins er ræktaður á þurrum móum og valllendi. Veiðiréttur er í Hvítá. Landið er afgirt. Bærinn stendur á sléttlendi.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 320. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Dagbjartur Jónsson Heimili
Margrét Guðjónsdóttir Heimili

Skjöl

Hvítárdalur Mynd/jpg
Hvítárdalur Mynd/jpg
Hvítárdalur Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 3.12.2014