Kapella sr. Jóns Steingrímssonar Kirkja

<p>Kapellan er reist til minningar um séra Jón Steingrímsson, sem var prestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli 1778 til dauðadags 1791 og kom mest við sögu í Skaftáreldum árið 1783, þegar Lakagígar gusu og hraun og aska ógnaði héraðinu, en gos þetta var upphaf Móðurharðinda, sem svo hafa verið nefnd. Þá stóð kirkjan hér í gamla kirkjugarðinum og var það í henni sem séra Jón söng eldmessuna hinn 20. júlí 1783 ( Þorláksmessa á sumri). Meðan á messunni stóð stöðvaðist hraunið rétt vestan við Systrastapa, og má þar enn líta Eldmessutanga. </p> <p> Um aldamótin 1800 tók sandur að eyða hér gróðri og landi og flæmdi byggðina vestur með fjallinu. Vegna þessa var kirkjan tekin ofan og ný kirkja resit að Prestsbakka. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta árið 1859, sem þá bar upp á skírdag. Sú kirkja stendur enn. Hér á Kirkjubæjarklaustri er talinn einn elsti kirkjustaðu á Íslandi, en sagnir herma að papar hafi reist hér kirkju, áður en norrænir menn námu land, en þeir nefndu staðinn Kirkjubæ. Hér var nunnuklaustur, af Benediktsreglu, frá árinu 1186 til siðaskipta. </p> <p> Bygging kapellunar hófst árið 1969 og var hún vígð á Þjóðhátíð Vestur - Skaftfellinga hinn 17. júní 1974. Kapellan er byggð fyrir samskotafé. Hundrað bændur í Skaftafellssýslu gáfu henni haustlamb í 6 ár, en auk þess hefur fjöldi fólks gefið henni peningagjafir og til áheita hefur hún reynst mjög vel. Berast henni stöðugt áhiet og gjafir. Ríkissjóður og ýmsar stofnanir styrktu einnig byggingu hennar. Arkitektar voru Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. </p> <p> Í kirkjugarðinum, við kórgafl kirkjurústanna er legsteinn séra Jóns Steingrímssonar og konu hans Þórunnar Hannesdóttur.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014