Listaskóli Mosfellsbæjar
<p>Listaskólinn samanstendur af:</p>
<ul>
<li>Tónlistardeild (áður Tónlistarskóli Mosfellsbæjar)</li>
<li>Skólahljómsveit Mosfellsbæjar</li>
<li>Myndlistarskóla Mosfellsbæjar</li>
<li>Leikfélagi Mosfellssveitar</li>
</ul>
<p>Allar undirstofnanir Listaskólans nema tónlistardeildin eru reknar sem sjálfstæðar einingar og gerðir hafa verið samstarfssamningar á milli Listaskólans og Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélags Mosfellssveitar.</p>
<p>Listaskóli Mosfellsbæjar var stofnaður 1. febrúar 2006 og hefur tónlistardeild hans tekið við hlutverki Tónlistarskóla Mosfellsbæjar, en hann var stofnaður árið 1966 og starfaði samkvæmt lögum nr. 75/1985. Listaskólinn skipar fastan sess í fræðslu- og menningarlífi bæjarins og starfar í nánu samstarfi við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélag Mosfellssveitar.. Hlutverk tónlistardeildar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng, sem þess óska.</p>
<p>Markmið Listaskólans er að samþætta starfsemi þessara stofnana og að tryggja tengsl milli þeirra. Þá er lögð áhersla á að fléttuð verði saman starfsemi Listaskólans við grunn- og leikskóla. Hlutverk Listaskólans er einnig að auka tengsl við aðila utan stofnana bæjarins, ekki síst starfandi listamenn. Það má því segja að Listaskóli Mosfellsbæjar sé regnhlíf yfir fjölbreytta listastarfsemi í Mosfellsbæ.</p>
Fólk
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.11.2019