Listaskóli Mosfellsbæjar

Listaskólinn samanstendur af:

  • Tónlistardeild (áður Tónlistarskóli Mosfellsbæjar)
  • Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
  • Myndlistarskóla Mosfellsbæjar
  • Leikfélagi Mosfellssveitar

Allar undirstofnanir Listaskólans nema tónlistardeildin eru reknar sem sjálfstæðar einingar og gerðir hafa verið samstarfssamningar á milli Listaskólans og Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélags Mosfellssveitar.

Listaskóli Mosfellsbæjar var stofnaður 1. febrúar 2006 og hefur tónlistardeild hans tekið við hlutverki Tónlistarskóla Mosfellsbæjar, en hann var stofnaður árið 1966 og starfaði samkvæmt lögum nr. 75/1985. Listaskólinn skipar fastan sess í fræðslu- og menningarlífi bæjarins og starfar í nánu samstarfi við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélag Mosfellssveitar.. Hlutverk tónlistardeildar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng, sem þess óska.

Markmið Listaskólans er að samþætta starfsemi þessara stofnana og að tryggja tengsl milli þeirra. Þá er lögð áhersla á að fléttuð verði saman starfsemi Listaskólans við grunn- og leikskóla. Hlutverk Listaskólans er einnig að auka tengsl við aðila utan stofnana bæjarins, ekki síst starfandi listamenn. Það má því segja að Listaskóli Mosfellsbæjar sé regnhlíf yfir fjölbreytta listastarfsemi í Mosfellsbæ.

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.11.2019