Geirseyrarkirkja Kirkja

<p>Eyrar (Vatneyri og Geirseyri) eru vestustu bæir í hinum forna Rauðasandshreppi, og var Geirseyri fyrrum aðalbýlið, en Vatneyri hjáleiga, sem byggðist úr landi hennar. Jarða bók getur þess, að hér hafi fyrir löngu verið bænhús, en það sé fyrir löngu af fallið. Um ástæðuna fyrir því, að hér reis guðshús, vísast til þess, sem ritað er um Botn hér að framan. Á síðustu tugum 19. aldar byrjaði þorp að myndast á Eyrum og stækkaði óðfluga. Arið 1907 var fólksfjöldi í þorpi þessu orðinn 400 manns. Þegar svo var komið sögu, var það ekki vonum fyrr, að hreyfing kæmi fram um að koma upp guðshúsi á Eyrum eða Patreksfirði, enda fór svo. Með Landshöfðingjabréfi dagsettu 22. júní 1903 er leyft að byggja kirkju á Geirseyri og til hennar lagðar Eyrar. Kirkju þessari var þjónað frá Sauðlauksdal til ársins 1907, en þá var Eyrarprestakall stofnað og Geirseyrarkirkja lögð til þess með lögum dagsett um 16. nóv. 1907. Þetta skipulag helst enn.</p> <p>Heimildir: Jarðabók Á. M. og P. V., VI. 332-333. Barðstrendingabók, 106-110.</p> <p>Þessar upplýsingar eru fengnar af vefnum www.kirkjan.net: http://www.kirkjan.net/efni/kirkjur/bardastr.htm</p> <p><br>Geirseyrarkirkja og Patreksfjarðarkirkja er í raun sama kirkjan, því ætti að færa þær upplýsingar sem hér eru undir Patreksfjarðarkirkju.</p> <p align="right">23. apríl 2013 - Jón Hrólfur.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. harmonium 1907 0

Fólk


Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014