Menntaskólinn við Sund Framhaldsskóli

<p>Menntaskólinn við Sund er bóknámsskóli með bekkjarkerfi og býður nám til stúdentsprófs. Nemendur eru saman í bekk í langflestum námsgreinum. Það er markmið skólans að bjóða nemendum aðeins það besta, góða þjónustu og fyrsta flokks nám óháð því á hvaða námsbraut þeir eru. Þá leggur skólinn sérstaka áherslu á að vera í fremstu röð hvað varðar náttúrufræðikennslu. Þessum markmiðum sínum ætlar skólinn að ná með því að virkja frumkvæði nemenda og starfsmanna, með því að leggja áherslu á góða kennslu og fjölbreytilega kennsluhætti, nýtingu upplýsingatækni í kennslu, góðan tækjakost, samvinnu við fyrirtæki og stofnanir og símenntun starfsmanna sinna.</p> <p>Þegar skólinn var stofnsettur árið 1969 voru einungis fjórir framhaldsskólar fyrir á höfuðborgarsvæðinu, MR, MH, Verzlunarskólinn og Iðnskólinn í Reykjavík. Hinn yngsti þeirra, MH, hafði tekið til starfa árið 1966 og vegna sívaxandi sóknar í framhaldsnám var nú nauðsynlegt að stofna nýjan framhaldsskóla. Skólinn var fyrst til húsa í gamla miðbæjarskólanum og var nefndur Menntaskólinn við Tjörnina. Var skólinn rekinn sem útibú frá MR í upphafi og var sameiginlegur rektor yfir skólunum. Árið 1973 flutti skólinn í Gnoðarvoginn og var nafninu breytt í Menntaskólinn við Sund. Nemendur við skólann eru 780 í 33 bekkjum....</p> <p align="right">Af Wikipedia-síðu um Menntaskólann við Sund (12. janúar 2016)</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.04.2018