Tónlistarskóli Húsavíkur Tónlistarskóli

<p>Árið 1961 tók til starfa tónlistarskóli í húsakynnum barnaskólans á Húsavík. Bæjarstjórn hafði kosið fimm manna nefnd til þess að vinna að stofnun skólans og reka hann. Nefndina skipuðu Helgi Vifgússon, Ingvar Þórarinsson, Kári Arnórsson, Sigurður Sigurjónsson og Sigurjón Jóhannesson. </p> <p>Skólastjóri og kennari fyrsta árið var Ingibjörg Steingrímsdóttir. Nemendur voru 26 og námsgreinar voru píanó, orgel og söngur. Kennt var í fjóra mánuði. Sama fyrirkomulag var annað árið en nemendur voru þá 28. Lauk skólanum með nemendatónleikum og urðu þeir fastur liður í skólastarfinu. Áhugi fyrir skólanum fór nú vaxandi og urðu nemendur 47 árið 1963 og skólahald var í átta mánuði. Þetta ár var Reynir Jónasson fastráðinn skólastjóri við skólann og stjórnaði honum til ársins 1971 er hann hætti störfum á Húsavík og fluttist til Reykjavíkur. Steingrímur Matthías Sigfússon tók við af Reyni sem organisti Húsavíkurkirkju og einnig sem skólastjóri Tónlistarskólans. Haustið 1975 var Hólmfríður Benediktsdóttir settur skólastjóri í forföllum Steingríms og var hún fastráðin skólastjóri eftir andlát hans vorið 1976, Hólmfríður var skólastjóri til haustsins 1981 en þá tók Úlrik Ólason organisti við skólastjórninni og var hann skólastjóri til 1987 þegar Árni Sigurbjarnarson núverandi skólastjóri tók við... </p> <p align="right">Sjá nánar á <a href="http://www.tonhus.is/?mod=news&fun=viewItem&id=286">vef Tónlistarskóla Húsavíkur</a>.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.09.2020