Innra-Hólmskirkja Kirkja

<p>Hafist var handa um byggingu Innra-Hólmskirkju árið 1891 og hún vígð hinn 27. mars árið eftir á 4. sunnudegi í föstu. Árni Þorvaldsson, bóndi og hreppstjóri á Innra-Hólmi, var helsti hvatamaður kirkjubyggingarinnar og fékk hann til verksins Jón Jónsson Mýrdal, smið og skáldsagnahöfund. Innri-Hólmur er einn elsti kirkjustaður landsins en fyrsta kirkjan þar var reist ofan á gröf landnáms- og einsetumannsins Ásólfs Alskiks Konálssonar.</p> <p align="right">Úr stuttum pistli á bls. 9 í Morgunblaðinu 28. september 2017</p> <p>Sjá nánar um krikjuna <a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Innra%20Hólmskirkja&amp;filter=1023&amp;typeID=0">í Sarpi</a></p> <p>__________</p> <p>1924. Visitasía prófasts. ...Kirkjunni hefir nú bæst orgel sem kostaði 400 kr. og er það greitt af frjálsum samskotum safnaðarins. Eigi hefir kirkjan enn verið máluð eða keypt altaristafla, sem væri þó til mikillar prýði, sömuleiðs væri brýn þörf á ofni og munu áhugasamir kirkjumenn í sókninni halda því máli vakandi í framtíðinni, er hagur manna færi batnandi...</p> <p>1947. Visitasía.... Er þar gott orgel, sem Íslendingur gaf handa einhverri íslenzkri sveitakirkju, en byskup ráðstafaði þannig, að Innra-Hólmskirkja hlaut það.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð
harmonium Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 28.09.2017