Patreksfjarðarkirkja Kirkja

<p>Patreksfjarðarkirkja er byggð á árunum 1904 til 1907. Kirkjan er steinsteypt og aðeins er vitað um tvær kirkjur steinsteyptar sem eru eldri, Bíldudalskirkju og Ingjaldshólskirkju á Hellissandi.</p> <p>Patreksfjarðarkirkja tilheyrir Patreksfjarðarsókn í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.</p><p> Kirkja var ekki á Patreksfirði áður en bænhús var á Geiteyri í katólskri tíð. Eyrarbúar áttu sókn til Sauðlauksdals.</p><p> Prestakallið var stofnað 1907 og náði til Eyrar og Laugardals. Kirkjan var vígð við hátíðlega athöfn á hvítasunnudag 19. maí 1907 af sr. Bjarna Símonarsyni sem þá var prófastur Barðstrendinga. Kirkjan hafði þá verið rúm þrjú ár í smíðum og þótti mikið þrekvirki hins unga safnaðar er hafði verið stofnaður með lögum frá Alþingi árið 1903.</p><p> Það var Sigurður Magnússon héraðslæknir og þáverandi sóknarnefndarformaður sem teiknaði kirkjuna en Markús Snæbjörnsson kaupmaður á Geirseyri gaf land undir hana og kirkjugarð sem vígður var árið 1904.</p><p> Það var steinsmiðurinn Guðmundur Einarsson sem hafði yfirumsjón með allri steinsmíði við kirkjuna. Um trésmíðavinnu við kirkjuna sáu þeir Jónas Jónasson, Jósep Magnússon og Björn Lárusson.</p><p> Kirkjan tekur um 200 manns í sæti. Benda má á predíkunastól kirkjunnar en á honum eru tákn guðspjallamannanna unnin í mósaík af Erró árið 1957 á 50 ára afmæli kirkjunnar. Altaristafla kirkjunn er eftirgerð af mynd Carl Bloch, „Eitt er nauðsynlegt".</p><p> Patreksfjarðarkirkja hélt upp á 100 ára vígsluafmæli sitt sunnudaginn 20. maí 2007.</p><p> Heimild: http://www.vesturbyggd.is/mannlif/patreksfjardarkirkja/</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1957 Ekki skráð
pípuorgel Ekki skráð Ekki skráð
1. harmonium 1907 1957

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018