Patreksfjarðarkirkja Kirkja

Patreksfjarðarkirkja er byggð á árunum 1904 til 1907. Kirkjan er steinsteypt og aðeins er vitað um tvær kirkjur steinsteyptar sem eru eldri, Bíldudalskirkju og Ingjaldshólskirkju á Hellissandi.

Patreksfjarðarkirkja tilheyrir Patreksfjarðarsókn í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Kirkja var ekki á Patreksfirði áður en bænhús var á Geiteyri í katólskri tíð. Eyrarbúar áttu sókn til Sauðlauksdals.

Prestakallið var stofnað 1907 og náði til Eyrar og Laugardals. Kirkjan var vígð við hátíðlega athöfn á hvítasunnudag 19. maí 1907 af sr. Bjarna Símonarsyni sem þá var prófastur Barðstrendinga. Kirkjan hafði þá verið rúm þrjú ár í smíðum og þótti mikið þrekvirki hins unga safnaðar er hafði verið stofnaður með lögum frá Alþingi árið 1903.

Það var Sigurður Magnússon héraðslæknir og þáverandi sóknarnefndarformaður sem teiknaði kirkjuna en Markús Snæbjörnsson kaupmaður á Geirseyri gaf land undir hana og kirkjugarð sem vígður var árið 1904.

Það var steinsmiðurinn Guðmundur Einarsson sem hafði yfirumsjón með allri steinsmíði við kirkjuna. Um trésmíðavinnu við kirkjuna sáu þeir Jónas Jónasson, Jósep Magnússon og Björn Lárusson.

Kirkjan tekur um 200 manns í sæti. Benda má á predíkunastól kirkjunnar en á honum eru tákn guðspjallamannanna unnin í mósaík af Erró árið 1957 á 50 ára afmæli kirkjunnar. Altaristafla kirkjunn er eftirgerð af mynd Carl Bloch, „Eitt er nauðsynlegt".

Patreksfjarðarkirkja hélt upp á 100 ára vígsluafmæli sitt sunnudaginn 20. maí 2007.

Heimild: http://www.vesturbyggd.is/mannlif/patreksfjardarkirkja/

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1957 Ekki skráð
pípuorgel Ekki skráð Ekki skráð
1. harmonium 1907 1957

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018