Tónlistarskóli Bolungarvíkur Tónlistarskóli

<p>Tónlistarskóli Bolungarvíkur tók til starfa með formlegum hætti haustið 1964. Áður hafði Sigríður Norðquist sem starfaði þá sem organisti við Hólskirkju leiðbeint nemendum með stuðningi Hólshrepps um nokkurra ára skeið.</p> <p>Árið 1964 flutti Ólafur Kristjánsson málarameistari og tónmenntakennari til Bolungarvíkur. Sama haust hófst eiginlegt starf skólans. Ólafur var ráðinn fyrsti skólastjórinn og gegndi því starfi til loka árs 1988. Skólinn var stofnaður fyrir tilstilli Tónlistarfélags Bolungarvíkur, og starfaði á ábyrgð þess fram til ársins 1981, að bæjarsjóður Bolungarvíkur tók yfir reksturinn hvað varðaði launagreiðslur til skólastjóra og kennara. Árið 1989 tók síðan Bolungarvíkurkaupstaður að öllu leyti við rekstri skólans að ósk Tónlistarfélagins. Starfsemi skólans fór fyrst og fremst fram á heimilum skólastjóra og kennara allt fram til ársins 1989 þegar skólinn fékk eigið húsnæði til umráða. Það var hluti af húsnæði við Hafnargötu 37. Þar voru þrjár kennslustofur en auk þess hafði skólinn afnot af kennslustofu í Grunnskólanum til hópkennslu.</p> <p>Árið 1993 var starfsemi skólans svo flutt í það húsnæði sem hýsir hann í dag. Það var tekið í notkun í tveimur áföngum. Það er gamli grunnskólinn við Skólastíg 3. Elsti hluti hússins tilheyrir þó ekki skólanum enn sem komið er. Skólinn býr í dag við mjög góðan kost, hefur fimm kennslustofur til umráða, mjög góðan hljóðfærakost og aðstaðan öll er til fyrirmyndar. Skólinn hefur sterka stöðu í bæjarlífinu, er vel sóttur og vel að honum hlúð...</p> <p>Skólastjórar frá upphafi:</p> <ul> <li>Ólafur Kristjánsson var fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans en skólinn var formlega stofnaður árið 1965. Ólafur kenndi á fyrstu árum skólans heima hjá sér.</li> <li>Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir er píanókennari. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar, lengst af hjá Ragnari H. Ragnar. Síðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennari hennar var Rögnvaldur Sigurjónsson. Guðrún Bjarnveig hóf starf sem píanókennari við Tónlistarskóla Bolungarvíkur árið 1978.Guðrún var einnig skólastjóri skólans á árunum 1988-1994.</li> <li>Soffía tók við skólanum haustið 1998 og starfaði sem skólastjóri í fimm ár. Fyrstu tvö árin starfaði hún einnig sem tónmenntakennari við grunnskólann. Hún kenndi á ýmis hljóðfæri s.s. píanó, hljómborð, gítar, tónfræði, æfði hljómsveitir og fleira.</li> <li>Kristinn Jóhann Níelsson</li> <li>Hannes Baldursson</li> <li>Mariola Kowalczyk</li> <li>Hrólfur Vagnsson</li> <li>Selvadore Rähni klarínettleikari; skólastjóri frá 1. ágúst 2010.</li> </ul> <p align="right">Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Bolungarvíkur.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.07.2016