Stokkseyrarkirkja Kirkja

<p>Þessir voru forsögnvarar í Stokkseyrarkirkju áður en orgel kom í kirkjuna:</p> <p>Bergur Sturlaugsson Brattsholti (f. 1682, d. 1765) sá sem Bergs-ætt er kennd við. Brandur Magnússon smiður á Roðgúl (f. 1727, d. 1821). Hann lét af forsöngvarastarfinu á nýjársdag 1801 í mótmælaskyni við nýju sálmabókina. Helgi Sigurðsson í Brattsholti (f. 1750, d. 1818). Var hann fyrsti forsöngvari Stokkseyrarkirkju eftir að hinn „nýi kirkjusöngur“ var tekinn upp og því brautryðjandi á því sviði. Sturlaugur Jónsson bóndi á Eystra-Rauðarhóli (f. 1763, d. 1838), sonur Jóns Bergssonar frá Brattsholti (Annar sonur Jóns í Brattsholti var Grímur, langafi Sigfúsar tónskálds Einarssonar). Gísli Þorgilsson Kalastöðum (f. 1800, d. 1858). Talið er að stundum hafi verið sungið úr Grallaranum í forsöngstíð Gísla, einkum á stórhátíðum. Andrés Þórarinsson bóndi í Brattsholti (f. 1811, d. 1894), mun hafa verið forsöngvari 1858-1863, en fluttist þá úr sókninni. Gísli Gíslason frá Vestri Rauðarhóli (f. 1839, d. 1917), sonur Gísla Þorgilssonar, fyrrum forsöngvara.</p> <p>Frá því að Andrés Þórarinsson lét af forsöngvarastarfi og þar til Gísli Gíslason tók við því, gekk á ýmsu með kirkjusönginn, og fleiri gerðust þá söngmenn en færir þóttu. Gísli Gíslason, sem þótti ágætur söngmaður, var síðasti forsöngvarinn í Stokkseyrarkirkju í gömlum stíl, eða frá 1864 og þar til hljóðfæri kom í kirkjuna.</p> <p>Árið 1876 var keypt orgel handa Stokkseyrarkirkju. Forgöngumenn um orgelkaupin og samskot til þeirra voru þeir Guðmundur Thorgrimsen verslunarstjóri á Eyrarbakka, Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri og fleir áhugamenn um söng. Kostaði það 400 krónur. Orgelið var vígt á hvítasunnudag 4. júní 1876.</p> <p>Fyrsti organistin var Bjarni Pálsson í Götu, sem fyrr er á minnzt og gegndi hann starfinu til dauðadags 1887. Þegar Bjarni féll frá, tók Jón, bróðir Bjarna, við starfinu og var organisti í sex ár, til 1893. Þá tók þriðji bróðirinn við þessu starfi, Ísólfur Pálsson, sem fyrr er getið. Var hann organisti frá 1893 til 1912, en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Fjórði bróðirinn tók þá við organistastarfinu. Það er Gísli Pálsson í Hoftúni. Gegndi hann starfinu til dauðadags, 1943, eð í 31 ár. Var hann ekk síztur þeirra bræra um áhuga á tónlistarmálum. Hann stofnaði sjóð, er hann nefndi Sönglistarsjóður Stokkseyrarkirkju, og skal hann notaður tiil eflingar kirkjusöngs á Stokkseyri.</p> <p>Margrét, dóttir Gísla Pálssonar tók við organistastarfinu að föður sínum látnum. Hafði hún það á hendi til 1946, en það ár voru 70 ár liðin síðan Bjarni, föðurbróðir hennar, hóf fyrstur manna orgelleik í Stokkseyrarkirkju. Pálmar Þ. Eyjólfsson í Skipagerði tók við starfinu, þegar Margrét Gísladóttir hætti, og hefur verið organisti í Stokkseyrarkirkju síðan. Helzt því organistastarfið á Stokkseyri í sömu ættinni. Allir organistar Stokkseyrarkirkju til þessa dags hafa lagt alúð við kirkjusönginn, og alla tíð hefur kirkjukór verið þar starfandi, síðan orgel kom í kirkjuna, nú á 10. áratug. Munu þær kirkjur fáar á landinu, sem slíka sögu hafa að segja. Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p> <p>Óvíða á landinu er sönglíf eins vel skilgreint í skrifuðu máið og á Eyrarbakka og Stokkseyri. Er það ekki síst fyrir að þakka margvíslegum skrifum Jóns Pálssonar frá Seli sem um tíma bjó á báðum stöðunum. Gögn Jóns eru vandlega varðveitt í Handritadeild Landsbókasafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu og eru aðgengileg öllum til skoðunar og rannsókna. Eru því upplýsingar um málefni Stokkseyrar- og Eyrabakkakirkju að miklu leyti byggðar á heimildum Jóns. Auk þess er leitað heimilda í Sögu Eyrarbakka eftir Vigfús Jónsson og í bókinni Eyrarbakkakirkja eftir séra Magnús Guðjónsson. Verður að segja að óvíða á landinu hefur verið jafn mikið við haft við sjálf orgelkaupin og óvíða hafa áhrifin verið eins vel skilgreind í rituðu málið og á Stokkseyri. Er þar fyrir að þakka skrifum Jóns Pálssonar. Einnig hefur verið stuðst við kirkjureikninga og önnur gögn.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. harmonium Ekki skráð Ekki skráð
1. pípuorgel 1964 2003
2. pípuorgel 2003 Ekki skráð
3. harmonium 1942 1963
2 hamoninum Ekki skráð 1936

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 29.02.2020