Úlfljótsvatnskirkja Kirkja

<p>Áður en hljóðfæri kom í kirkjur, voru jafnan fengnir til menn að byrja sönginn, vera forsöngvarar. Var þetta nokkurt virðingarstarf, enda einungis á færi þeirra manna sem höfðu gott söngeyra, góða og helzt allsterka söngrödd og kunnu örugglega lögin sem syngja átti. Þegar forsöngvarinn var byrjaður, tók söfnuðurinn undir.</p> <p>Í Úlfljótsvatnskirkju vor þessir forsöngvarar frá 1804:</p> <p>Gísli Gíslason á Villingavatni, sem var forsöngvari í 40 ár. Magnús, sonur hans, tók við af föður sínum og var forsöngvari í 30 ár.</p><p>Árið 1874 tók við forsöngvarastarfinu þriðji ættliðurinn, Magnús, sonur Magnúsar Gíslasonar. Var hann síðar fyrsti organstinn í Úlfljótsvatnskirkju.</p><p>Magnús Magnússon fór til Reykjavíkur og lærði þar að leika á harmoníum, keypti slíkt hljóðfæri og flutti með sér heim. Einar Einarsson í Laxárdal mun hafa smíðað hljóðfæri hans. Í júnímánuði 1880 fór Magnús eitt sinn með hljóðfæri sitt með sér til kirkjunnar og lék á það við messuna. Hefur það þótt merkileg nýjung. Hélt Magnús uppteknum hætti að flytja hljóðfæri sitt með sér til kirkjunnar, þangað til orgel var keypt handa kirkjunni 1895. Hafði það áður verið notað við Keflavíkurkirkju.</p><p>Þórður Gíslason á Ölfusvatni tók við organistastarfinu af Magnúsi Magnússyni skömmu eftir 1895, og gegndi því meðan heilsa hans leyfði, en í veikindaforföllum hans var Ingunn Thorsteinsson frá Þigvöllum organisti kirkjunnar [Þórður lést 7. jan. árið 1917; Bjarki Sveinbjörnsson].</p><p>Næsti organisti Úlfljótsvatnskirkju var Ingólfur Þorsteinsson frá Eyvindartungu. Var hann 14 ára gamall, þegar hann tók við starfinu. Hann var organisti frá 1915-1920. 1920-1930 var Guðmundur Kolbeinsson á Úlfljótsvatni organisti, síðan Þórður B. Þórðarson á Villingavatni til 1933, en síðan 1935 hefur Ingibjörg Guðmundsdóttir í Ásgarði verið organisti kirkjunnar.</p><p>Það bar stundum við, að organista vantaði í Úlfljótsvatnskirkju á árunum miill 1933 og 1935, og var á notuð gamla aðferðin að syngja án hljóðfæris. Var þá jafnan forsöngvari Þorgeir Magnússon, bóndi á Villingavatni.</p> <p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
rafmagnsorgel Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 16.04.2018