Tónlistarskóli Vestmannaeyja Tónlistarskóli

Upphaf Tónlistarskóla Vestmannaeyja má rekja aftur til 24. október árið 1946, en þá var stofnað Tónlistarfélag Vestmannaeyja. Í lögum félagsins, segi m.a. „Tilgangur félagsins er að efla tónlistarlíf í Vestmannaeyjum með því að fá hingað tónlistarmenn til hljómleikahalds, starfrækja tónlistarskóla og á annan hátt, sem ákveðinn kann að verða.” Í frétt um stofnun félagsins segir, „að það muni starfa með líku sniði og önnur tónlistarfélög landsins. Ekki sé vonlaust að fá kennara til Eyja. Þeir, sem æskja kennslu hafi samband við Oddgeir Kristjánsson.”

Hér að framan er rakinn aðdragandi að stofnum Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem var samkvæmt þessu árið 1946, en formleg stofnun skólans var þann 29. nóvember 1950. Við þá athöfn söng Karlakór Vestmannaeyja og Vestmannakórinn.

Skólastjóri var ráðinn Guðmundur Gilsson. Kennslugreinar voru söngur, orgel og píanóleikur. Fyrstu árin starfaði skólinn í húsi K.F.U.M. og var kennslugjald 200 kr á mánuði. Nemendafjöldi veturinn 1950-1951 var samtals 20. Áætlað var að bæjarsjóður greiddi 1/3 rekstrarkostnaðar, ríkissjóður 1/3 og nemendagjöld 1/3...

Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Vestmannaeyja.

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.07.2019