Reykjadalur Heimilisfang

<p>Jörðin er í góðu meðallagi að landrými. Á landinu skiptast á lágir ásar með valllendisgróðri og mýrarsundi á milli. Landið er þurrlent að meira hluta og sumarhagar allgóðir. Vetrarbeit var létt og engjar fremur rýrar. Þurrlendi til ræktunar er lítið og fullnýtt að mestu. Mýrlendið sem næst liggur bæ, hefur verið þurrkað og tekið til ræktunar.&nbsp;</p> <p>Tvær hjáleigur, fyrir löngu komnar í eyði, voru í Reykjadalslandi. Strilla, byggð um 1660 og fór í eyði 1831, og Moðgerði, byggt um 1680. Voru báðar skamma stund í byggð. Í Reykjadal var kirkja. Hennar er fyrst getið 1370. Síðan er þar prestssetur og kirkja til ársins 1818, að kirkjan er lögð af og sóknin sameinuð Hrunasókn.</p> <p>Heimild: Sunnlenskar byggðir I, bls. 224.</p>

Fólk

Færslur: 8

Nafn Tengsl
Einar Jónsson Heimili
Guðmundur Einarsson Uppruni og heimili
Hörður Einarsson Uppruni og heimili
Jóhann Einarsson Uppruni
Jón Einarsson Uppruni
Pálína Jónsdóttir Heimili
Þorsteinn Jónsson Uppruni
Þóra Bjarnadóttir Heimili

Skjöl

Reykjadalur Mynd/jpg
Reykjadalur Mynd/jpg
Reykjadalur Mynd/jpg
Reykjadalur Mynd/jpg
Reykjadalur Mynd/jpg
Reykjadalur Mynd/jpg
Reykjadalur Mynd/jpg
Reykjadalur Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014