Núpstún Heimilisfang

<p>Jörðin var áður fyrr hjáleiga frá Hrepphólum. Meðaljörð að landrými. Að hálfu er landið blaut mýri, en að hálfu fjalllendi, Núpstúnsfjall. Í fjallinu eru góðir sumarhagar og skjólsamir. Milli fjallsins og mýrarinnar eru þurrir, grónir móar, gott og auðunnið ræktunarland. Á mýrinni var góð vetrarbeit, einkum fyrir hross. Engjar voru grasgefnar og slægjur góðar. Veiðiréttur er í Stóru-Laxá. Landið er afgirt að mestu.&nbsp;</p> <p>Bærinn stndur suðvestan undir Núpstúnsfjalli, og setur Nípan stórbrotinn svip á bæjarstæðið.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 280. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Guðmundur Guðmundsson Heimili
Kristrún Jónsdóttir Uppruni
Magnús Andrésson Uppruni
Sigríður Guðmundsdóttir Heimili

Skjöl

Núpstún Mynd/jpg
Núpstún Mynd/jpg
Núpstún Mynd/jpg
Núpstún Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 6.12.2014