Möðrudalur Heimilisfang

<p>Möðrudalur á Fjöllum er bær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stóð við Hringveginn þar til Háreksstaðaleið var tekin í notkun.</p> <p>Kirkjan á Möðrudal var reist af Jóni Aðalsteini Stefánssyni bónda þar til minningar um eiginkonu sína. Hún var vígð 4. september 1949. Jón skreytti kirkjuna sjálfur að innan og málaði altaristöfluna.</p> <p>Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathugunarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, þann 21. janúar 1918.</p> <p align="right">Af Wikipeida-síðu um Möðrudal á Fjöllum.</p>

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Jón Stefánsson Heimili
Kristín Dúlla Jónsdóttir Uppruni
Stefán Vilhjálmur Jónsson Uppruni
Þórhallur Jónsson Uppruni og heimili

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.05.2015