Grafarbakki I Heimilisfang

Jörðin er landstór og landið grösugt. Nokkur hluti landsins er í Galtafellsfjalli, gott sumarland, grónar valllendisbrekkur og lægðardrög og skjól í öllum áttum. Meginhluti landsins er mýrlendi, Grafarbakkavöllur. Engjar allgóðar, og vetrarbeit góð á mýrinni.Völlurinn grasgefinn og þýfður, en talinn snjóléttur. Ræktunarland er gott, bæði þurrlendir móar auðunnir og mýrlendi, sem liggur vel við uppþurrkun. Garðlönd eru með ágætum. Veiðiréttur er í Litlu-Laxá. Jörðin á afnotarét af jarðhita. Áður fyrr átti Grafarbakki skógarítök í Gjáskógum í Gnjúpverjaafrétti og innan Hamarsholt, þar sem heita Grarabakkatorfur.

Bærinn stendur á flatlendi á bakka Litlu-Laxár, og er hátt niður að ánni.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 239. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Kristín Jónsdóttir Heimili
Kristófer Ingimundarson Heimili

Tengd hljóðrit


Uppfært 1.12.2014